fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Matthías féll í yfirlið á leiksýningu – „Ég fylltist mesta viðbjóði sem ég man eftir að hafa fundið fyrir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 10:56

Matthías Tryggvi Haraldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og sviðshöfundur, sem einnig er þekktur fyrir framgöngu sína sem tónlistarmaður með Hatara-hópnum, féll í yfirlið í leikhúsi síðastliðinn sunnudag. Matthías, sem varð ekki meint af þessari óvenjulegu lífsreynslu, segir í viðtali við DV að hann hafi hingað til ekki álitið að viðvörunin „Ekki fyrir viðkvæma“ ætti við um sig en hann þurfi greinilega að fara að endurskoða það.

Greint var frá atvikinu á Vísir.is í gær en þar var Matthías ekki nafngreindur. Sýningin sem um ræðir heitir Kannibalen og er í Tjarnarbíói. Byggir hún á sönnum atburðum og greinir frá því er „Armin Meiwes drap, bútaði niður og át ungan mann að nafni Bernd-Jürgen Brandes. Það sem gerði morðmálið svo einstakt er að fórnarlambið gaf fullt leyfi fyrir verknaðinum. Leiktextinn segir frá kynnum þessara manna, aðdraganda ofbeldisverknaðarins ásamt ítarlegum lýsingum á verknaðinum sjálfum. Og svo grófar og myndrænar eru lýsingarnar að gestur féll í yfirlið á hápunkti sýningarinnar, eins og áður segir,“ eins og segir í frétt Vísis.

Leiksýning er í eðli sínu ekki grafísk og því er það eftirtektarvert að máttur orðsins sé svo mikill að hann geti valdið yfirliði:

„Senan sem um ræðir var með ljósin slökkt. Þetta var bara máttur textans, móðurmálsins og ímyndunaraflins … og innlifunarinnar sem verkaði svona á mig,“ segir Matthías. Blaðamaður spyr hann þá hvort hann sé svona næmur eða sýningin svona áhrifarík.

Matthías hlær og segir: „Þú verður að túlka það.“

Aðspurður segir hann að ástandið hafi ekki varað lengi: „Ég datt á leiðinni út og hálfsofnaði í kjöltunni á sjálfum mér fyrir utan, í anddyrinu. Sem betur fer var mamma mín boðsgestur minn þetta kvöld vegna þess að kasólétt eiginkona mín afþakkaði boðið. Þannig að ég var í góðum höndum og svo voru þær að hjúkra mér, starfsmennirnir frammi. Þær gáfu mér djús, það hækkaði blóðsykurinn og hressti andann.“

Matthías útskýrir hvað var að gerast í sýningunni þegar hann féll í yfirlið: „Þetta er semsagt þegar við erum búin að kynnast þessum persónum, mannætunni og viljuga mannakjötinu og þeirra sambandi. Þá fara þeir í að lýsa verknaðinum sjálfum í smáatriðum. Þeir voru með ákveðnar hugmyndir um hvernig þetta ætti að fara fram og ég fylltist mesta viðbjóði sem ég man eftir að hafa fundið fyrir. Og það voru bara orðin sem þurfti til.“

Matthías segist hafa farið aftur inn í salinn og náð síðustu mínútum. En getur hann mælt með leiksýningunni sem veldur slíku uppnámi hjá honum?

„Þetta eru ákveðin meðmæli með sýningunni því senan átti vissulega að vera viðbjóðsleg. Þetta var atriði í sýningunni sem átti að undirstrika sjálfan viðbjóðinn, til að geta fjallað um þetta í kjölfarið. Þannig að þetta er áhugaverð og eftirtektarverð sýning sem þó er ekki fyrir viðkvæma. Mín sjálfsmynd hefur aldrei verið sú að viðvörunin „Ekki fyrir viðkvæma“ eigi við um mig. Ég þarf greinilega að fara að hugsa mig um tvisvar þegar ég sé þessa viðvörun.“

Tekið skal fram að Matthías var hinn hressasti þegar DV hafði samband við hann og hló að atvikinu. „Maður getur hlegið að þessu af því ég var svo fljótur að ná mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frans páfi greinir frá misheppnuðu banatilræði í fyrsta sinn

Frans páfi greinir frá misheppnuðu banatilræði í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“

Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“