fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Einn endaði í sjónum eftir að eldur kom upp í léttabát Herjólfs – Myndir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 22:21

Mynd: Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs hafi fallið útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins fyrr í kvöld.

Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins.

Björgunarskipið Þór hafi verið kallað út á hæsta forgangi og haldið úr höfn í Vestmannaeyjum kl 18:35, til móts við Herjólf og léttabátinn.

Þegar Þór hafi komið á staðinn, nokkrum mínútum síðar, hefðu þeir tveir sem um borð í léttabátnum voru, náð félaga sínum sem féll útbyrðis aftur um borð og áhöfninni tekist að slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Engin hætta hafi þá lengur verið á ferðum.

Áhöfn léttabátsins var tekin um borð í Bs Þór og áhöfn Þórs kom toglínu í léttabátinn. Þór hélt svo með léttabátinn í togi til hafnar í Vestmannaeyjum.

Þeir þrír sem voru um borð í léttabátnum hafi verið fluttir með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, að eigin ósk.

Í tilkynningunni að lokum kemur fram að gott veður og sjólag hafi verið á staðnum og  aðgerðir gengið vel. Þór var lagstur að bryggju og verkefni áhafnar skipsins lokið um 45 mínútum eftir að lagt var úr höfn.

Myndir frá aðgerðunum í kvöld má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina