fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Þýskur toppráðgjafi segir ekki útilokað að Rússar ráðist á NATO

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 04:30

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað er það hugsanlegt. Pútín hefur margoft sagt að hrun Sovétríkjanna hafi verið stærsta slysið á síðustu öld því það hafði í för með sér að svo margir Rússar enduðu utan landamæra Rússlands. Pútín hefur að markmiði að endurreisa Stór-Rússland innan landamæra fyrrum Sovétríkjanna – alþjóðlegt heimsveldi sem hann getur stýrt eins og keisari.“

Þetta sagði Christoph Heusgen, sem stýrir hinni árlegu öryggismálaráðstefnu í München, í samtali við dagblaðið General Anzeiger og bætti við: „Ef Pútín tapar ekki stríðinu í Úkraínu, þá verðum við að vera meðvituð um að hann gæti því næst ráðist á Moldóvu eða Eystrasaltsríkin.“

Heusgen var ráðgjafi Angela Merkel, kanslara, í utanríkismálum frá 2007 til 2017. Því næst var hann sendiherra Þýskalands hjá SÞ og síðan tók hann við stjórn öryggismálaráðstefnunnar í München.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur hvatt Evrópuríki til að auka vopnaframleiðslu sína til að geta stutt betur við bakið á Úkraínu og koma í veg fyrir hættuna á „áratugalöngum deilum við Moskvu“.

Þetta sagði hann í samtali við þýska dagblaðið Welt am Sonntag og benti á að Evrópa verði að endurskipuleggja sig og víkka iðnaðarframleiðslu sína  enn hraðar út til að hægt sé að láta Úkraínumönnum meira af vopnum og skotfærum í té og fylla á birgðageymslur Evrópuríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Í gær

Banaslys er maður féll í Tungufljót

Banaslys er maður féll í Tungufljót