fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Móðir í Grafarvogi hugsi yfir lesefni sex ára dóttur sinnar – „Hvað finnst ykkur um þetta?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sex ára stúlku sem stundar nám í Húsaskóla í Grafarvogi er hugsi yfir texta sem dóttir hennar var látin lesa heima hjá sér á dögunum.

Móðirin, sem vill ekki láta nafns síns getið, birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni í morgun og hefur hún vakið talsverða athygli.

„Hvað finnst ykkur um þetta? Þetta er lestrarefnið sem 6 ára dóttir mín kom með heim úr skólanum. Hvað hafa 6 ára börn að gera með að lesa svona sögur,“ spyr móðirin bætir við:

„Hér er boðskapurinn til 6 ára barna að ef þau fá ekki það sem þau vilja þá beitir maður ofbeldi til að fá það fram. Þessi bók fór rakleiðis í skólann aftur og ég ræddi við kennarann,“ segir móðirin í færslu sinni.

Í samtali við DV segir móðirin að hún hafi rétt hitt á kennarann og látið vita hvað henni finnst. „Ég sagði við hana að ég kæri mig ekki um að dóttir mín sé látin lesa bækur með svona boðskap,“ segir konan og bætir við að kennarinn hafi sagst ætla að skoða málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt