Þetta sagði Kaupo Rosin, forstjóri eistnesku leyniþjónustunnar. Sky News segir að hann hafi sagt að Rússar séu eins og er ekki „tilbúnir til að grípa til hernaðaraðgerða gegn NATO“ en rússneskir ráðamenn telji hugsanlegt að til átaka komi á næstu 10 árum.
Með ummælum sínum bættist Rosin í hóp vestrænna embættismanna og stjórnmálamanna sem hafa varað við vaxandi áhuga Rússa á að efna til stríðsátaka við önnur ríki í kjölfar stríðsins í Úkraínu.
Hann sagði að Rússar muni nú gera umbætur á her sínum og fjölga mikið í herdeildum sínum við austurlandamæri NATO og þeir muni einnig bæta við ökutækjaflota sinn, skriðdreka og fallbyssum verði fjölgað á næstu árum.