fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Guðbjörn segist vera orðinn alræmdur og finnur fyrir óvild á vinnustað sínum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og óperusöngvari, segist hafa mætt miklu mótlæti vegna skrifa sinna um innflytjendamál. Hann segir ævilangan vin sinn segja að hann sé orðinn alræmdur og hann segist hafa mætt óvild á vinnustað sínum.

Guðbjörn hefur verið mjög gagnrýninn á vaxandi kostnað vegna hælisleitenda og annað sem tengist málaflokknum. Skrif hans hafa farið fyrir brjóstið á mörgum, ekki síst pistill sem hann birti síðasliðinn laugardag. Þar stillir hann saman kostnaði við hælisleitendur og fjárhagslegum afleiðingum náttúruhamfaranna á Suðurnesjum og segir meðal annars:

„Það sætir furðu minni er ég sit hér í húsinu mínu í Njarðvík og hitastigið við frostmark, vitandi vits um að fyrir löngu síðan urðu um 4 þúsund Grindvíkingar að flóttamönnum í eigin landi, að ríkisstjórn Íslands skuli enn ausa peningum úr landi í alls kyns þróunaraðstoð, jafnvel fyrir meðlimi hryðjuverkasamtaka. Er ekki mál að Alþingi verði slitið og fólk spurt hvort það sé sammála þessum dellustjórnmálum eða skiptir skoðun Íslendinga kannski alls engu máli lengur? Svarið er einfalt: NEI. Skoðun nokkurra þúsunda góðs fólks og nemenda í Hagaskóla skiptir því mun meira máli.“

Sjá einnig: Vekur ólgu með skrifum sínum – „Pistill Guðbjörns er honum til minnkunar“ – „Er það hatursorðræða að elska sína eigin þjóð?“

Meðal þeirra sem gagnrýndu Guðbjörn fyrir þennan pistil var Egill Helgason sjónvarpsmaður, sem sagði:

„Sérlega ógeðfelld skrif. Það eru engin tengsl milli hælisleitenda og heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Og þar hírast reyndar hælisleitendur í kulda í lélegu húsnæði. Við skulum passa okkut að ala ekki á hatri.“

Ekki auðvelt að vera slaufað eða útskúfað

Guðbjörn segir það ekki hættulaust að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert undanfarið en óttist hann ekkert, ekki einu sinni dauða og örkuml:

„Að sögn er ég núna ‘alræmdur’ og þetta kemur frá náfrænda mínum og einum besta vini mínum til 60 ára. Það er ekki auðvelt að vera ‘slaufað’ eða ‘útskúfað’ úr samfélagi mannanna. Þetta er hins vegar oft hlutskipti þeirra sem benda á það sem aflaga fer. Við búum í þannig samfélagi að maður þarf kannski ekki að óttast það versta sem eru fangelsun eða að vera drepinn en hættulaust er þetta ekki. Þetta mátti sjá á ofbeldi sem aðgerðarsinnar sem styðja félagsskapinn Ísland-Palestína beittu Diljá Mist Einarsdóttur í gær þegar hún var að yfirgefa Alþingi (Austurvöll). Útskúfun getur birst í í einkalífinu með því að jafnvel þeir sem eru manni kærastir snúast gegn manni og forsmá mann og þá jafnvel þeir sem maður elskar hugsanlega mest og dáist í raun að, eins og maki, kærasta eða aðrir ástvinir, börn og fjölskylda. Ég mun halda mínu striki, því eftir gríðarleg áföll síðustu 10 ára óttast ég hreinlega engan og ekkert, ekki einu sinni dauðann sjálfan, örkuml eða alvarleg veikindi. Það dýrmætasta sem maður á er sjálfstraust og kjarkur, sem við eigum að dreifa út meðal mannanna. Þetta eru dýrmætar en sjaldgæfar tilfinningar meðal fólks í dag, því langsamlega flestir eru því miður hræddir og umkomulausir og því auðvelt að ráðskast með meðvirkan almenning.“

Guðbjörn segist jafnvel hafa fundið fyrir óvild á vinnustað sínum vegna skrifanna:

„Ég fann einnig fyrir ákveðinni óvild í minn garð á vinnustað mínum í gær, sem ég á ekki að venjast, enda reyni ég að vera vinsamlegur í garð allra. Þetta er vissulega hræðilega sorglegt en því miður voru orð mín og pistillinn nauðsynleg.“

Bindur vonir við Kristrúnu Frostadóttur

Guðbjörn fagnar ennfremur ummælum Kristrúnu Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, sem hefur tekið undir þau sjónarmið að hælisleitendakerfið hér á landi sé bæði ósjálfbært og ósanngjarnt. Kristrún segir jafnframt að ekki sé hægt að reka hér velferðarkerfi með opnum landamærum. Sjá nánar hér.

Guðbjörn segist binda vonir við að Kristún verði næsti fjármálaráðherra. Í viðtali í hlaðvarpinu Ein pæling sem Viljinn greinir frá segir Kristrún að Íslendingar eigi að hafa sambærilegar reglur og hin Norðurlöndin í þessum málaflokki:

„Ég er sammála því sjónarmiði, að ef við erum að tala um hælisleitendakerfi, þá á Ísland ekkert að skera sig úr frá Norðurlöndum. Ég meina við verðum auðvitað bara að ganga í takt við aðrar þjóðir hvað það varðar. Og það þýðir ekki að við séum ekki með mannúð að sjónarmiði. En við þurfum að vera með pragmatík og raunsæi að sjónarmiði. Því okkur ber skylda að passa upp á kerfin okkar líka.“

Þessum orðum fagnar Guðbjörn en pistil hans má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?