fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Diljá Mist hringdi ósátt á fréttastofu RÚV: „Fréttin er hvorki sanngjörn né heiðarlega fram sett“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Ríkisútvarpið hafi valdið henni miklum vonbrigðum í gær.

Diljá var gestur í Silfrinu á mánudagskvöld þar sem málefni Bandaríkjanna og NATO bar meðal annars á góma og ummæli Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um þau ríki sem ekki standa við fjárhagsskuldbindingar sínar til bandalagsins. Sagði Trump að hann myndi ekki verja þau samstarfsríki sem leggja ekki nóg til NATO og mátti túlka orð hans þannig að Rússar mættu hreinlega ráðast á þau hans vegna.

Óviðeigandi og ógeðfelld ummæli Trumps

Í færslu á opinberri Facebook-síðu sinni í gærkvöldi fór Diljá yfir málið og sagði ummæli Trumps óviðeigandi og ógeðfelld. Í frétt sem unnin var upp úr þættinum og birt á vef RÚV var hins vegar látið að því liggja að Diljá tæki undir þessi tilteknu ummæli Trumps. Það er fjarri sanni, segir Diljá.

Hún segir að þáttastjórnandi hafi spurt hana nýlega út í ferð hennar til Bandaríkjanna en þar var hún stödd ásamt formönnum utanríkismálanefndar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Var ferðin farin ekki síst til að styðja við ákall Úkraínumanna um fjárframlög frá Bandaríkjunum sem til stóð að afgreiða á sama tíma.

„Í því fólst m.a. að fara yfir gríðarlega mikilvægt varnarsamstarf okkar við Bandaríkin, og m.a. yfir stóraukna áherslu og fjárútlát þjóðanna til þess,“ segir hún.

Diljá kveðst hafa byrjað á að benda á að ítrekuð ummæli Trump um að Evrópa hefði sofið á verðinum ættu rétt á sér.

„Svo dró ég andann og sagði Evrópu vera vaknaða til lífsins og hefði bætt í svo um munar sem væri auðvitað gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur Evrópumenn. Ég bætti því við að Trump væri ekki fyrsti forsetinn til að jagast yfir þessu, þótt hann gerði það auðvitað „með óforskammaðri og óhefðbundnari hætti“.“

Ítrekaði skuldbindingar Bandaríkjanna

Diljá heldur áfram og rifjar upp að næst hafi hún farið yfir það hvernig hópurinn hefði fundið með bandarískum þingmönnum meðal annars til að þrýsta á þessi fjárframlög til Úkraínu sem skiptu miklu máli.

„Viðbrögðin sem við hefðum fengið hefðu verið sláandi. Okkur hefði verið bent á það sem er satt og óumdeilt að Úkraína væri í okkar bakgarði. Við hefðum þó sem betur fer verið vel nestuð upplýsingum í þessari ferð um framlög okkar og hvert við stefndum. Við tækjum NATO-samstarfið mjög alvarlega. Ég endaði svo á að segja að við gerðum ríkar kröfur til Bandaríkjanna í varnarmálum. Úr þessu gerði Ríkisútvarpið frétt. Bæði á vefnum og a.m.k. 2 sinnum í morgun,“ sagði Diljá í gærkvöldi og birti skjáskot máli sínu til stuðnings.

„Eins og sést á fyrsta skjáskotinu var þar tiltekið að ég hefði sagt orð Trumps eiga rétt á sér. Vísað var til þess að hann hefði sagst ekki myndu hreyfa fingur til varnar skuldugum NATOríkjum, réðust Rússar á þau. Svo mörg voru þau orð.“

Diljá segist hafa hringt verulega ósátt á fréttastofu RÚV og krafist leiðréttingar af augljósum ástæðum.

„Enda gat ekki nokkrum manni dulist það að ég tók ekki undir orð Trumps um að Bandaríkin skyldu ekki aðstoða önnur NATO ríki væri ráðist á þau. Þvert á móti ítrekaði ég skuldbindingar Bandaríkjanna. Fréttamaðurinn sem svaraði brást við og setti inn leiðréttingu sem má sjá á skjáskoti númer tvö og ég gat unað við. Síðar í dag breytti svo RÚV þeirri leiðréttingu og er seinni leiðréttingin í raun meira misvísandi en upphaflega fréttin,“ segir Diljá en skjáskotin má sjá í færslu hennar hér að neðan.

Diljá segist vera ósátt og að svona misvísandi fréttaflutningur sé ekki faglegur.

„Fréttin er hvorki sanngjörn né heiðarlega fram sett. Sannarlega var tilgangur veffréttarinnar og fréttaflutnings í dag ekki að miðla upplýsingum um orð mín til almennings, heldur snúa út úr þeim. Það hlýtur að vera þvert gegn betri vitund. Við hljótum að gera meiri kröfur til langstærsta fjölmiðils landsins sem rekinn er fyrir almannafé og hefur raunar yfirburðastöðu á landinu. Þessi vinnubrögð endurspeglast í fyrirspurnum fólks til mín í dag um hvort ég sé virkilega andsnúin NATO-samstarfinu og sammála Trump um að verja ekki önnur NATO-ríki. Fátt gæti verið fjarri sannleikanum. Það hljóta allir að vita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?