Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Chalva sezamowa sælgæti, sem fyrirtækið Mini Market flytur inn, vegna salmonellu. Fyrirtækið hafi í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Tilkynningin um innköllunina kom í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Í tilkynningunni segir að innköllunin eigi aðeins við um eftirfarandi framleiðslulotur:
Í tilkynningunni segir enn fremur að salmonella geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungum börnum og eldra fólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.
Neytendum sem keypt hafa vöruna sé bent á að neyta hennar ekki, farga eða fara með hana í verslunina til að fá endurgreiðslu.