fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Æfur yfir breytingum í Sundhöllinni – „Laugin er fullkomin án nokkurra breytinga“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 10:00

Þröstur er daglegur gestur í lauginni. Hann er ósáttur við breytingarnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Enn á ný skal gerð aðför að Sund­höll Reykja­vík­ur.“ Svona hefst grein Þrastar Ólafssonar, hagfræðings, í Morgunblaðinu í dag þar sem hann kemur hönnun Guðjóns Samúelssonar til varnar.

„Enn er farið fram á að þess­ari heild­stæðu lista­smíð, sem líkt hef­ur verið við sin­fón­íu, verði hlíft. Sund­höll­in er ein sam­tvinnuð hönn­un­ar­heild, þar sem hver hannaður kimi, stall­ur, svæði, sylla eða kant­ur er óaðskilj­an­leg­ur part­ur af heild­ar­verk­inu,“ segir Þröstur. Það er að nú eigi að aðlaga laugarbarmana að „nútímakröfum“ eins og það heitir.

Endursteypt ker og ný gufuböð

Um er að ræða breytingar á gamla laugarkerinu sem samþykktar voru í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í desember síðastliðnum.

Ráðið telur laugarker innilaugarinnar illa farið og þarfnist endurgerðar. Verður það brotið niður og endursteypt. Þá verða heitir pottar austan megin einnig endursteyptir, bætt við tveimur nýjum gufuböðum, þurrgufu og infrarauðri gufu.

Í bókun ráðsins kemur fram að hönnun Guðjóns verði fylgt í öllum meginatriðum, en hún hefur verið friðuð í tuttugu ár.

Þetta er ekki nóg að mati Þrastar, og alveg ótækt.

„Kannski við sem not­um inni­laug­ina dag­lega, sem er fólk á öll­um aldri, séum nátttröll sem dagað hef­ur uppi í gljá­birtu nú­tím­ans. Okk­ur finnst nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag með ágæt­um,“ segir hann.

Minjastofnun gefi veiðileyfi

Segir hann furðu að arkitektar skuli láta hafa sig í „slíkt skemmdarverk á höfundarverki eins eins fremsta listamanns íslenskra húsagerðarmeistara.“ Einnig að furðulegt sé að Minjastofnun skuli hafa „gefið veiðileyfi á Höllina.“

„Átak­an­legt er hve um­sjón­araðilar virðast bera litla virðingu fyr­ir þess­ari stór­merki­legu bygg­ingu, því inn­an dyra eira menn engu,“ segir Þröstur. „Von­andi fá bún­ings­klefarn­ir að halda sér. End­an­leg­ur dóm­ur yfir þeim hef­ur enn ekki verið felld­ur.“

Þröstur viðurkennir að Sundhöllin sé vissulega barn síns tíma, en þó séu fáir annmarkar á notkun hennar. Hönnunin sé ekkert síðri innanhúss en utan, þetta sé listræn heild, ein af fáum hérlendis.

Sviplaus flatneskja

Þröstur segir friðun Sundhallarinnar nú verið rofna og spyr hver sé hin knýjandi þörf á þessari umbreytingu. Ekki aðeins sé verið að skemma heldur einnig gera aðstöðu gamla fólksins verri.

„Breyt­ing­arn­ar eru þær að hluti laug­ar­inn­ar verður grynnkaður og yf­ir­fallskant­in­um, sem ein­kenn­ir þessa laug frá öll­um nýrri, verður breytt í venju­lega svip­lausa flat­neskju,“ segir Þröstur. „Þar með hverfa þess­ir stíl­hreinu og svip­miklu laug­ar­bakk­ar, sem bæði börn og eldra fólk grípa til þegar að bakk­an­um er komið, sem og fótsyll­an sem við tyll­um okk­ur á. Laug­in er full­kom­in án nokk­urra breyt­inga.“

Skorar hann á borgina, arkitekta og Minjastofnun að stöðva breytingarnar og lagfæra skemmdir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur