fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Sagði leigjandann hafa skemmt dýrar borðplötur – Leigjandinn vildi fá eigur sínar aftur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 15:37

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var kveðinn upp úrskurður hjá Kærunefnd húsamála. Varðaði málið deilur leigjanda nokkurs og leigusala. Leigusalinn krafðist að viðurkennt yrði að leigjandanum bæri að greiða leigu að fjárhæð 370.000 krónur vegna júní 2023. Einnig að viðurkennt yrði að leigjandinn ætti að greiða kostnað upp á 680.883 krónur við að skipta út borðplötum í eldhúsi.  Leigjandinn krafðist þess hins vegar að kröfum þessum yrði hafnað og að leigusalanum yrði gert að skila eða bæta eigur sem leigjandinn hafði skilið eftir í íbúðinni þegar hann flutti út.

Í úrskurðinum kemur fram að leigjandinn og leigusalinn hafi gert með sér leigusamning sem hafi gilt frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

Leigusalinn fullyrti að leigjandinn, sem er kona, hafi ekki greitt leigu vegna júnímánaðar 2023 þótt hún hafi sagst ætla að gera það.

Leigjandinn hafi einnig viðurkennt skriflega að hafa eyðilagt borðplötur í eldhúsi og þess vegna ætti hún að greiða fyrir nýjar. Hún hafi sagst ætla að gera það en ekki staðið við það.

Leigjandinn vísaði til tölvupóstsamskipta þar sem fram hafi komið að ekki sé fallist á kröfu leigusalans um leigu fyrir júní og hún farið fram á sundurliðun kostnaðar vegna kröfu leigusalans um bætur vegna skemmda. Þá hafi eigur hennar horfið úr íbúðinni. Leigusalinn hafi ekki svarað spurningum um hvað hann hefði gert við þær og fari hún því fram á að fá þær til baka eða bættar.

Ísskápur og fleira varð eftir

Í athugasemdum leigusalans við sjónarmið leigjandans kom fram að upphaflega hafi hann boðið henni að greiða 600.000 krónur fyrir skemmdirnar en hún hafi hafnað því. Leigusalinn hafi ítrekað beðið um að íbúðinni yrði skilað, sem hafi svo loks verið gert 22. júní 2023. Leigusamningurinn hafi átt að gilda til 31. ágúst en vegna beiðni leigjandans hafi hann verið tilbúinn að taka við íbúðinni fyrr. Þar sem leigjandinn hafi ekki skilað henni af sér fyrr en 22. júní hafi hann ekki getað leigt hana öðrum og þar af leiðandi orðið af leigutekjum fyrir júní. Leigjandinn hafi ekki greitt leigu fyrir þann mánuð.

Leigjandinn hafi viðurkennt að hafa eyðilagt borðplöturnar í eldhúsinu. Þá hafi leigjandinn staðhæft í tölvupóstum að nýjar borðplötur hefðu verið pantaðar en eftir að leigusalinn hafi haft samband við fyrirtækið sem framleiði borðplöturnar hafi komið í ljós að engin pöntun hafi verið send inn.

Leigusalinn segir að þegar hann hafi loks fengið íbúðina afhenta hafi verið þar ísskápur fullur af ónýtum mat. Málningarföt og fleira hafi verið inn í skáp í íbúðinni. Hann hafi þurft að tæma og þrífa íbúðina áður en hann hafi getað afhent hana nýjum leigjanda. Hann hafi spurt nýja leigjandann hvort hún þyrfti ísskáp sem hún hafi neitað. Hann hafi því neyðst til að fjarlægja ísskápinn sem leigjandinn hafi skilið eftir.

Leigusalinn fullyrðir einnig að fráleitt sé að halda því fram að einhver verðmæti hafi legið í því sem leigjandinn, hafi skilið eftir, án hans leyfis.

Horfnar eigur séu utan verksviðs nefndarinnar

Til að fjármagna hina ógreiddu leigu og nýju borðplöturnar gerði leigusalinn kröfu í tryggingu leigjandans hjá ónefndu fyrirtæki. Leigjandinn hafnaði kröfunni og vísaði leigusalinn í kjölfarið málinu til nefndarinnar.

Í úrskurðinum segir að óumdeilt sé að leigjandinn hafi skilað af sér íbúðinni 22. júní 2023. Það sé ekki hægt að fallast á það með leigjandanum að leigusalinn hafi gert henni ómögulegt að skila íbúðinni fyrr þar sem í tölvupóstsamskiptum þeirra komi fram að leigusalinn hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum um hvenær leigjandinn myndi skila íbúðinni. Nefndin féllst hins vegar ekki á að leigjandinn ætti að greiða fulla leigu fyrir allan júní mánuð, 2023, þar sem hún hafi skilað af sér íbúðinni þegar tæp vika var eftir af mánuðinum. Var það því niðurstaðan að leigusalinn ætti að fá 271.333 krónur úr tryggingu leigjandans vegna vangoldinnar leigu.

Þegar kemur að skemmdu borðplötunum í eldhúsinu er það niðurstaða nefndarinnar að það sé óumdeilt að skemmdir urðu á borðplötunum sem leigjandinn hafi samþykkt að bæta. Er þar vísað til tölvupóstsamskipta milli leigjandans og leigusalans. Lagði leigusalinn fram tilboð ónefnds aðila vegna endurnýjunar á borðplötunum sem gerði ráð fyrir kostnaði upp á 680.883 krónur. Leigjandinn hafi ekki lagt fram nein gögn um það að fjárhæð kröfu leigusalans vegna skemmdana hafi verið óhófleg en nefndin hafi sérstaklega óskað eftir því.

Féllst nefndin því á kröfuna en dró þó frá kostnað vegna nýs vasks sem var innifalinn í tilboðinu þar sem engin gögn studdu að leigjandinn hafi eyðilagt vask í íbúðinni. Leigusalanum var því heimilt að fá greiddar rúmar 602.000 krónur úr tryggingunni vegna endurnýjunar á borðplötum.

Um hinar horfnu eigur segir í úrskurðinum að leigjandinn hafi gert kröfu um að leigusalinn skili henni eða bæti ísskáp, stól og útihúsgögn sem hún hafi skilið eftir í íbúðinni. Bótakrafa sem þessi varði ekki framkvæmd leigusamningsins og falli því utan valdsviðs nefndarinnar. Þar af leiðandi var kröfunni vísað frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður