fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ítrekað ekið undir áhrifum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur var sakfelldur, í liðinni viku, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns og án ökuréttinda á Vínlandsleið í Reykjavík.

Lögreglan stöðvaði akstur mannsins í október síðastliðnum en maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Honum var birt ákæra í málinu en var ekki viðstaddur þingfestingu þess og boðaði ekki forföll. Þar af leiðandi var maðurinn sakfelldur.

Maðurinn á talsverðan sakaferil að baki. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Árið 2019 var hann dæmdur tvisvar fyrir slíkt athæfi. Í fyrra skiptið var hann dæmdur í 30 daga fangelsi, en einnig fyrir hraðakstur. Í síðara skiptið í 60 daga fangelsi og þá einnig fyrir akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Hann hefur einnig gengist undir lögreglustjórasáttir og tilheyrandi greiðslu sekta vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hraðakstur.

Á síðasta ári var hann dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að aka án ökuréttinda og síðasti dómur, á undan þessum, sem hann hlaut var 3 mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum.

Í ljósi sakaferils mannsins þótti hæfilegt í þetta sinn að dæma hann í 4 mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum