fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Dauðasvindl færist í aukana – Faðir fékk dánartilkynningu dóttur sinnar í pósti

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. febrúar 2024 21:00

Deborah, sem er meðalþekktur blaðamaður hjá L.A. Times var skotmark netþrjótanna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netþrjótar nota nú gervigreind í síauknum mæli til þess að búa til falskar dánartilkynningar og minningargreinar um sprelllifandi fólk. Ættingjum og vinum hefur brugðið mjög í brún sem og þeim sem sagðir eru vera dánir.

Deborah Vankin, blaðamaður hjá L.A. Times í Bandaríkjunum er ein af þeim sem orðið hafa fyrir dauðasvindli. Hún lýsir því í pistli á vef blaðsins og þeim tilfinningarússíbana sem fylgdi.

Hún frétti fyrst af þessu þegar hún var á leiðinni heiman frá sér á fund. Síminn hringdi og pabbi hennar var á línunni.

„De-De-Debbie, hæ. Hlustaðu á mig og ekki verða óttaslegin yfir því sem ég er að fara að senda þér,“ sagði hann móður og másandi. „Þetta er…. minningargrein. Um þig,“ sagði hann.

Minningargreinin var löng og ítarleg. Þar var listuð upp öll hennar helstu afrek á starfsferlinum og tengsl við helstu ættingja og vini, af grunsamlega mikilli þekkingu.

„Deborah Vankin, hinn virta blaðakona sem þekkt var fyrir sína mælskulist og greinargóðar frásagnir sem lýstu upp heiminn er fallin frá,“ stóð í minningargreininni. Ekki stóð hins vegar hvernig hún átti að hafa látist.

Faðir hennar var líka ekki sá eini sem var búinn að sjá þetta. Frænka hennar, sem fær tilkynningar um allt sem birtist eftir Deborah, hafði séð þetta líka. „Ég fékk tilkynningu. Hún vísaði á minningargreinina þína. Þarna stóð margt fallegt um þig,“ sagði frænkan við Deborah.

Við nánari athugun kom í ljósa að það var ekki aðeins ein minningargrein að flakka um veraldarvefinn, heldur margar. Fyrir þeim voru skrifaðir blaðamenn sem við nánari athugun reyndust ekki vera til.

Tilfinningarússíbani

Fljótlega fór Deborah að átta sig á að þetta væri allt saman svindl og samantekin ráð. Það var verið að nota nafn hennar í annarlegum tilgangi til þess að sækja smelli.

Bróðir hennar hafði séð minningargrein um hana á Youtube. Þar mátti finna að minnsta kosti fjögur sams konar myndbönd. Einu myndbandinu fylgdi ljósmynd af bílslysi. Öðru mynd af fólki bera líkkistu út úr kirkju. Því þriðja ljósmynd af henni við hliðina á kertaloga.

Þegar smellt er á eitt myndbandið sást „fréttaþulur“ lesa upp dánartilkynninguna, indverskur að uppruna. Hann virtist lesa af skjá fyrir framan sig og var stífur og klaufalegur. Líkt og í hinum skrifuðu minningargreinum var hlaðið í ofhól um Deborah.

Fyrst beitti Deborah húmor til að hrinda þessu af sér. Síðan reyndi hún að hunsa þetta, jafn vel þó að vinir og vandamenn héldu áfram að senda henni tilkynningar. Síðan hætti hún að hunsa þetta en þá þyrmdi yfir hana depurð. Síðan leið henni kjánalega, að láta þetta svindl hafa svona mikil áhrif á sig. Að láta hana hugsa svona mikið um dauðann. Loks varð hún róleg yfir þessu öllu saman.

Hún talaði við dauða doulu, sem sagði henni að hún hefði lent í einstakri lífsreynslu. Hún hefði þurft að takast á við eigið dauðsfall. Slíku ætti ekki að taka af léttúð.

Borgað fyrir klikk

Deborah fór einnig að reyna að komast að því hvers vegna netþrjótarnir væru að þessu. Hún ræddi við ýmsa sérfræðinga á sviði netglæpa, gervigreindar og meira að segja alríkislögregluna FBI. Enginn gat gefið svör um hver hefði beitt þessu svindli gagnvart henni. En ástæðan var einföld.

Svindlinu er beint gegn þeim sem sér dánartilkynninguna eða minningargreinina. Til að veiða fólk til að klikka á og fá þar af leiðandi peninga. Einkum er þessu beint gegn fólki sem er í meðallagi áberandi í samfélaginu, ekki stórstjörnum.

Deborah þurfti til að mynda að horfa á stutta auglýsingu frá ferðaþjónustufyrirtækinu Expedia áður en hún gat lesið eigin dánartilkynningu. Þarna sá hún að fyrirtækið var búið að borga netþrjótunum fyrir svindlið.

Að sögn Deborah hefur Youtube nú tekið niður þessi myndbönd. En hún er enn þá að velta þessu fyrir sér. Hversu mikið græddu þessir netþrjótar á sviðsettum dauða hennar? Og hversu margir?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns