fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Taka tvö – Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er komið að annarri netkönnun DV fyrir komandi forsetakosningar þann 1. júní næstkomandi. Í fyrstu könnuninni, í byrjun janúar, var fjölbreyttum lista teflt af fram og var þátttaka framar vonum. Í framhaldinu var ákveðið að allir undir 5% fylgi myndu heltast úr lestinni. Þar á meðal voru kanónur eins og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, Þorgerður Katrín Gunnarsson, formaður Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríksráðherra, svo einhverjir séu nefndir.

Kanna landslagið með skoðanakönnunum

Þegar hafa fjórir einstaklingar tilkynnt formlega um framboð. Það eru þau Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson. Arnar Þór fékk afar góða kosningu í fyrri könnuninni en aðrir sem máttu vel við una voru Ólafur Jóhann Ólafsson, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Alma Möller og Sigríður Hagalín Björnsdóttir.

Samkvæmt heimildum DV hafa Ólafur og Baldur þegar hafist handa við að kanna landslagið nánar með skoðanakönnunum og það sama hefur Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, gert.

Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl næstkomandi og því gæti einhverjar vikur en verið í að formlegt framboð þessara einstaklinga láti á sér kræla. Hér að neðan gefst lesendum tækifæri að hvetja sinn frambjóðanda áfram með atkvæði í netkönnun DV. Að auki var bætt við nýjum nöfnum sem hafa verið í umræðunni.

Hvern af eftirtöldum gætir þú helst hugsað þér sem næsta forseta Íslands?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti