fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Einhverjir íbúa Reykjanesbæjar með heitt vatn – Beðnir um að nota það ekki

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit eru íbúar á Suðurnesjum án heits vatns um þessar mundir og stefnir í að ástandið vari í viku. Það var því einhverjum íbúðum gleðiefni í morgun þegar heitt vatn rann úr krönum.

Gleðin var þó skammvinn og eru íbúar beðnir um að nota ekki vatnið til daglegra nota. Um er að ræða vatn sem stýrt er inn á lagnakerfið tiil að halda því heit þar til lögnin kemur í lag. Eða eins og segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum: 

„Sæl öll. Það eru einhver hús í Reykjanesbæ að fá heitt vatn inn til sín en það sem okkur langar að upplýsa ykkur um er að það er alls ekki heitt vatn til notkunar. Staðan er sú að það er verið að keyra heitu vatni á sérstökum tankbílum til Reykjanesbæjar og er því vatni stýrt inn á lagnakerfið til að halda því heitu. Þetta er gert til að við þurfum ekki að byrja á því að hita lagnakerfið upp er lögnin verður komin í lag. Þetta er eingöngu brota -brota brot af því vatni sem á að renna um kerfið. Afar mikilvægt að nota þetta vatn ekki eins og við gerum til daglegra nota heldur er mikilvægt að við leyfum þessu vatni að renna um kerfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina

Manndrápsmálið: Hinn látni millifærði milljónir á árásarmennina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski

Lögregla lýsir eftir Jakub Chojnowski
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Harpa segir sundrungu ríkja innan VR og skýtur föstum skotum á sitjandi formann

Harpa segir sundrungu ríkja innan VR og skýtur föstum skotum á sitjandi formann
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri

Manndrápsmálið: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri
Fréttir
Í gær

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína