fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kalt og dimmt hjá Reyni – „Ég ákæri eigendur HS Orku fyrir vanrækslu“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 14:30

Reynir Traustason er eigandi og ritstjóri Mannlífs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, er harðorður í garð eigenda HS Orku og þeim sveitarstjórnarmönnum sem einkavæddu fyrirtækið. Skortur á samfélagslegri ábyrgð sé að sýna sig núna.

„Eftir klúðrið með hitalögnina og rafmagnið á Suðurnesjum er nauðsynlegt að fram fari rannsókn á þessum ósköpum. Í áratug hafa jarðvísindamenn varað við því sem nú gerðist og ógnar heilsu og velferð 30 þúsund manns,“ segir Reynir í færslu á samfélagsmiðlum.

Nægur tími

Eftir að hraunrennsli rauf hitavatnslögnina til Suðurnesja eru tugþúsundir án heits vatns og fjölmargir án rafmagns.

Reynir segir að tíminn til að bregðast við þessu hafi verið nægur. Þrjú ár séu síðan goshrinan hófst og þá hefði forsvarsmönnum HS Orku átt að vera fullljóst að grípa þyrfti til aðgerða til þess að verja hitalögnina. Það hafi þeir hins vegar ekki gert fyrr en fyrir örfáum vikum síðan.

„Þeirra er ábyrgðin á því hvernig komið er,“ segir Reynir. „HS Orka er að miklu leyti í eigu erlendra gróðabraskara sem hafa enga samfélagslega ábyrgð og hafa sýnt það í verki.“

Ævarandi skömm

Nefnir hann Strandir í þessu samhengi, það er Hvalárvirkjun. Þar sé HS Orka að braska við að koma ósnortnu víðerni fyrir kattarnef.

„Ég ákæri eigendur HS Orku fyrir vanrækslu sem skaðar samfélögin á Reykjanesskaga. Þeir sveitarstjórnarmenn sem bera ábyrgð á því að færa svo mikilvægt fyrirtæki úr eigu samfélagsins í hendur braskara mega hafa ævarandi skömm fyrir,“ segir Reynir sem skrifar í myrkri og kulda í Innri-Njarðvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“