fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Handtekinn á Akureyri og fluttur suður – Sleppt stuttu síðar og gert að redda sér heim

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. febrúar 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Spurningin er hvað ráðherra finnst um þetta,“ sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í vikunni. Þar beindi hann fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um stöðu fangelsismála hér á landi, einkum áhrif lokunar fangelsisins á Akureyri.

Logi benti á að það hefði varla farið fram hjá neinum að umboðsmaður Alþingis hafi gert verulegar athugasemdir við aðbúnað fanga hérlendis. Fangelsin hafi sætt niðurskurði samfellt í 21 ár og litlar líkur séu á að nýtt fangelsi rísi fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár.

Símalaus og gert að koma sér heim

„Þess vegna spyr maður sig hvort sú ákvörðun að leggja niður fangelsið á Akureyri hafi í rauninni verið skynsamleg. Fangelsið var til fyrirmyndar og starfsfólk hafði á sér sérstaklega gott orð og þetta hefur formaður félags fanga margítrekað. Þótt ákvörðunin hafi fyrst og fremst verið rekstrarlegs eðlis þá dreg ég í efa að sparnaður hafi verið nokkur þegar upp er staðið. Hann jók einfaldlega kostnað annars staðar í kerfinu,“ sagði Logi og bætti við að lokunin hafi líka verið mjög neikvæð með tilliti til mannúðarsjónarmiða.

„Fangar geta nú ekki afplánað nærri heimabyggð og börn og makar eiga erfitt með að heimsækja ástvin sem afplánar. Þá hefur lokunin leitt til brota á mannúðarreglum,“ sagði Logi sem tiltók raunverulegt dæmi að eigin sögn.

„Einstaklingur er handtekinn á Akureyri og síminn tekinn af honum í rannsóknarskyni. Hann er í höndum lögreglu of lengi samkvæmt mannréttindareglum þar sem engir fangaverðir eru á Akureyri eftir að fangelsinu var lokað. Hann er loks fluttur suður með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði og settur í gæsluvarðhald á Hólmsheiði. Rannsókn leiðir í ljós, örfáum klukkustundum síðar, að ekki er tilefni til að halda honum lengur og honum er hleypt út fyrir fangelsishliðið. Þar stendur hann símalaus og er sjálfum gert að koma sér aftur heim. Hann þarf að borga fyrir leigubíl á flugvöllinn og kaupa flugferð norður í land en algengt verð er um 35.000 kr. Spurningin er hvað ráðherra finnst um þetta. Telur hann að mannréttindi fólks séu virt í slíku tilfelli og telur hann þetta samrýmast markmiðum stjórnvalda um jöfn búsetuskilyrði?“

Greiða ekki ferðakostnað fyrir fanga

Spurði Logi einnig hvort til greina kæmi að opna fangelsið á Akureyri aftur.

Guðrún steig í pontu og benti á að fangelsið á Akureyri hafi verið minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar og þar hafi að jafnaði verið vistaðir átta til tíu fangar. Var talið að með því að loka því fangelsi yrði hægt að nýta fjármuni betur en kostnaður við hvert fangapláss á Hólmsheiði og Litla-Hrauni var mun lægri en hann var á Akureyri.

Guðrún sagði einnig að fangelsismálayfirvöld greiði ekki ferðakostnað. „Í flestum tilfellum leita fangar á leið úr afplánun til ættingja og vina. Annars aðstoða fangelsismálayfirvöld einstaklinga t.d. með þeim hætti að aka þeim þangað sem þeir geta komist í almenningssamgöngur,“ sagði hún.

Um það hvort til greina kæmi að opna fangelsið á Akureyri aftur, sagði Guðrún:

„Ég vil taka það fram og taka undir orð háttvirts þingmanns að starfsfólk í fangelsinu á Akureyri hafði mjög gott orð á sér og var vel látið af þeirri starfsemi. Hins vegar hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það að opna aftur fangelsi norðan heiða eða einhvers staðar annars staðar úti á landsbyggðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt