fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Ætlar Ólafur Jóhann að bjóða sig fram? „Síðast var þetta mjög einfalt fyrir mig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 12:30

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, er einn þeirra sem orðaðir hafa verið við framboð til forseta Íslands. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur Jóhann er orðaður við embættið og virðist hann njóta töluverðs stuðnings ef marka má skoðanakönnun Gallup sem birtist á dögunum.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 7% vilja sjá Ólaf Jóhann sem næsta forseta, 9% nefndu Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og 14% sögðust vilja hafa Guðna Th. Jóhannesson áfram. Á eftir Ólafi sem var í þriðja sæti komu Halla Tómasdóttir (6%) og Arnar Þór Jónsson (4%).

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar birtist stutt viðtal við Ólaf þar sem hann er spurður út í það hvort hann ætli í forsetaframboð. Ólafur segist ekki vera farinn að íhuga það alvarlega og bætir við að forsetaembættið sé embætti sem fólk ætti ekki að sækjast í persónulega.

„Ég hef alltaf fyrirvara þegar fólk sækist í þetta persónulega. Heillar þetta mann? Jú, en þá er alltaf stutt í egóið og hégómleikann, það er ekki alveg það sem knýr mig áfram. Ég er eflaust með marga galla en hégómleikinn er ekki einn af þeim, ég hef aðra,“ segir hann við Heimildina.

Sem fyrr segir hefur Ólafur áður verið orðaður við forsetaembættið, síðast árið 2016 og miðað við svör hans nú virðist sitthvað hafa breyst síðan þá.

„Síðast var þetta mjög einfalt fyrir mig, það kom einfaldlega ekki til greina, ég var bara í allt öðru og var að reyna að reka einhver stórfyrirtæki.“

Þó Ólafur sé ekki farinn að velta framboði fyrir sér alvarlega virðist hann ekki útiloka það. Nánar er rætt við hann í Heimildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum