Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaganum í morgun er mikið sjónarspil en meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í morgun.
Gosstrókarnir ná um 50 til 80 metra hæð og gosmökkurinn stígur upp í um þriggja kílómetra hæð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Gosið sést því vel frá Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum og var býsna tilkomumikið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir.
Myndirnar sem hér birtast birtust á Facebook-síðu Almannavarna.