fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Heitavatnslaust á Keflavíkurflugvelli – Flugfélög upplýst um stöðu mála

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 13:23

Ekkert heitt vatn er á vellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitt vatn er farið af Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason samskiptastjóri ISAVIA í samtali við DV. Í bili hefur þetta hins vegar takmörkuð áhrif á starfsemi vallarins.

„Heitavatnslaust er á Keflavíkurflugvelli vegna hrauns sem flætt hefur yfir heitavatnsæð,“ segir Guðjón. „Enn sem komið er hefur slíkt takmörkuð áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvelli en við fylgjumst vel með þróun mála og erum vel undirbúin ef grípa þarf til nauðsynlegra aðgerða m.a. til að bregðast við hugsanlegri kólnun í flugstöðinni af völdum heitavatnsleysis.“

Guðjón Helgson samskiptastjóri ISAVIA.

Flugvöllurinn er með varaaflstöð fyrir rafmagn.

„Flugfélög og flugþjónustufyrirtæki á vellinum eru upplýst um stöðu mála til að þau geti gripið til viðbragðsaðgerða í sinni þjónustu og á sínum rekstrarsvæðum á flugvellinum ef og þegar þörf verður á,“ segir Guðjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa
Fréttir
Í gær

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta