fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Varar við hræðsluáróðri um hugbreytandi efni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur hefur ritað grein um hugbreytandi efni sem birt var á Vísi fyrr í morgun. Greinina skrifar hún vegna umfjöllunar Kastljóss á RÚV síðastliðinn mánudag. Segir hún umfjöllunina hafa einkennst nokkuð af hræðsluáróðri um hugbreytandi efni.

Lilja segir í greininni að hún hafi undanfarin misseri einbeitt sér að skaðaminnkun í meðferð fólks sem ætlar sér að nota hugbreytandi efni. Hún hafi fengið snemma áhuga á efnunum þegar fór að bera á þeim:

„Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum.“

Í Kastljósi var rætt við Engilbert Sigurðsson geðlækni sem lýsti áhyggjum af aukinni notkun hugbreytandi efna, meðal annars í lækningaskyni, og nefndi nokkur dæmi um skaðleg áhrif þeirra, þar með talið að fólk hafi endað í geðrofi.

Lilja segist deila þessum áhyggjum að mörgu leyti:

„Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna.“

Þetta bjóði upp á vandræði sem hafi meðal annars raungerst í auknum fjölda alvarlegra atvika.

Lilja segir þó að Engilbert hafi farið full næri hræðsluáróðri í orðum sínum í Kastljósi. Hann vitni meðal annars í rannsókn þar sem 40 prósent þátttakenda hafi sagt notkun hugbreytandi efna hafa verið erfiðustu reynslu lífs síns en sleppi því að nefna að mikill meirihluti þessa fólks hafa mælt með þessari reynslu fyrir aðra.

Ástæða sé fyrir ásækninni

Lilja segist ekki vera að verja hugbreytandi efni sem slík heldur vera að gera grein fyrir því af hverju fólk sækist í þau:

„Einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna.“

Hún segir að vinir og vandamenn þeirra sem noti efnin sjái að þeim líði betur og sækist þá eftir efnunum sjálfir. Hræðsluáróður breyti þessu ekki. Hann ýtti hins vegar fólki sem vilji nota efnin út á jaðarinn og það noti þau þá án þess að leita sér ráðlegginga og fræðslu hjá fagfólki og leggi sig þar með í meiri hættu.

Lilja segist leggja sitt lóð á þessar vogarskálar með því að halda úti skaðaminnkandi námskeiðum fyrir það fólk sem hafi ákveðið að nota efnin:

„Það sem við þurfum er fræðsla, ekki hræðsla,“ segir Lilja að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar