fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Ekkert útvarpsgjald, enginn afsláttur af auglýsingum og hámarkstími auglýsinga 5 mínútur á klukkutíma

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar á næstu dögum að leggja fram frumvarp um breytingum á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla.

Markmiðið segir hann vera að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla gagnvart ríkisreknu fjölmiðlafyrirtæki og alþjóðlegum risum.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir hann að lagt verði til að rekstr­ar­formi Rík­is­út­varps­ins verði breytt í rík­is­stofn­un með sjálf­stæða stjórn. Fjár­mögn­un rekstr­ar verði fyrst og fremst með bein­um fram­lög­um úr rík­is­sjóði sam­kvæmt fjár­lög­um hvers árs í sam­ræmi við þjón­ustu­samn­ing.

„Þetta þýðir að út­varps­gjald verður af­numið. Sett­ar verða skorður við sam­keppn­is­rekstri á aug­lýs­inga­markaði og verður stofn­un­inni ekki heim­ilt að stunda markaðsstarf­semi vegna aug­lýs­inga. Rík­is­út­varp­inu verður aðeins heim­ilt að birta aug­lýs­ing­ar á grund­velli gjald­skrár sem staðfest hef­ur verið af ráðherra og birt op­in­ber­lega. Óheim­ilt verður að veita nokk­urs kon­ar af­slátt af gjald­skrá. Þá er há­marks­aug­lýs­inga­tími á hverri klukku­stund fimm mín­út­ur,“ segir Óli Björn.

Um einkarekna fjölmiðla segir hann að í stað beinna ríkisstyrkja sé lagt til að sjálf­stæðir fjöl­miðlar njóti skattaí­viln­ana sem eru sam­ræmd­ar og gegn­sæj­ar, þannig að all­ir sitji við sama borð.

„Frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir tvenns kon­ar breyt­ing­um á skattaum­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Ann­ars veg­ar með und­anþágu frá greiðslu tryggingagjalds upp að vissu marki og hins veg­ar með því að fella niður virðis­auka­skatt af áskrift­um inn­lendra fjöl­miðla; prent­miðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Þess­um breyt­ing­um er ætlað að styrkja einka­rekna fjöl­miðla og styðja við sjálf­stæði þeirra,“ segir hann í grein sinni.

Óli Björn bendir á að á árunum 2014 til 2022 hafi skattgreiðendur lagt liðlega 49 milljarða króna á föstu verðlagi í rekstur RÚV. Á sama tíma hafi stofnunin aflað sér 26 milljarða í tekjur af samkeppnisrekstri og þá fyrst og fremst af sölu auglýsinga. Hafði RÚV því úr rúmum 72 milljörðum að moða á þessum níu árum.

„Ég læt mig enn dreyma um að ríkið dragi sig með öllu út úr fjöl­miðlarekstri. Með fram­gangi frum­varps­ins ræt­ist sá draum­ur ekki en um­hverfi fjöl­miðla verður a.m.k. nokkuð heil­brigðara. En eft­ir stend­ur þver­sögn­in að ríkið – í frjálsu sam­fé­lagi – stundi miðlun frétta og upp­lýs­inga og taki að sér það hlut­verk að veita stjórn­völd­um, at­vinnu­líf­inu og helstu stofn­un­um sam­fé­lags­ins nauðsyn­legt aðhald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar