fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Einstaklingar á Íslandi sagðir aðhyllast ofbeldisfulla hugmyndafræði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að hættustig vegna hryðjuverkaógnar sé nú á þriðja stigi af fimm og þriðja stigið sé skilgreint sem aukin ógn. Einnig kemur fram að deildin hafi upplýsingar um einstaklinga hér á landi sem aðhyllist ofbeldis- og öfgafulla hugmyndafræði.

Í skýrslunni kemur fram að þriðja stigið, sem sé skilgreint sem aukin ógn, þýði að til staðar sé ásetningur og/eða geta til hugsanlegrar skipulagningar hryðjuverka.

Helstu forsendur þessa mats séu þær að fyrsta rannsóknin og ákæran vegna tilraunar til hryðjuverka á Íslandi hafi litið dagsins ljós. Lögreglan hafi lagt hald á fjölda skotvopna og skotfæra, þrívíddarprentuð vopn og mikið magn hryðjuverkatengds efnis s.s.
myndbönd, áróður, leiðbeiningabæklinga og skrif þekktra hryðjuverkamanna.

Hér er vísað til hins svokallaða hryðjuverkamáls þar sem tveir íslenskir karlmenn voru handteknir og síðar ákærðir fyrir meinta skipulagningu hryðjuverka. Ákærunum var vísað tvisvar frá héraðsdómi en Landsréttur vísaði málinu aftur heim í hérað og hefjast réttarhöld yfir mönnunum í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Spjall mannanna á skilaboðaforritinu Signal áttu sinn þátt í ákærunum en þar ræddu þeir meðal annars um að keyra flutningabíl í gegnum gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður mannanna sagði lögregluna hins vegar hafa farið offari í málinu. Um hafi verið að ræða meinleysislegt tal sem engin alvara hefði legið á bak við.

Ofbeldisfull hugmyndafræði

Aðrir þættir sem eiga sinn þátt í því mati Greiningardeildarinnar að hryðjuverkaógn á Íslandi sé aukin eru meðal annars þeir að í síðasta mánuði var einstaklingi sem bjó á Akureyri og var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið vísað úr landi.

Meðal annarra þátta sem nefndir eru til sögunnar eru að lítill hópur sem aðhyllist öfgafulla hugmyndafræði sé virkur á Íslandi og að Greiningardeildin búi yfir upplýsingum um einstaklinga hérlendis sem aðhyllist ofbeldis- og öfgafulla hugmyndafræði.

Í hverju þessi virkni felst og hversu marga einstaklinga er um að ræða kemur ekki fram í skýrslunni. Nánari lýsingar á hugmyndafræðinni sem þessir tilteknu einstaklingar aðhyllast eru heldur ekki í skýrslunni en þó er í henni greining á einstaklingsbundinni öfgahyggju á Vesturlöndum almennt.

Einnig segir í skýrslunni að hugsanlegt sé að hér á landi séu einstaklingar sem aðhyllist ofbeldis- og öfga­fulla hugmyndafræði og þrói með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk.

Greiningardeildin segir að henni berist tugir tilkynninga á hverju ári um alvarlegar hótanir gegn ráðamönnum og stofnunum.

Á undanförnum árum hafi deildin fengið upplýsingar frá erlendum samstarfsaðilum um einstaklinga sem tengist alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum og hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Hversu margir þeir einstaklingar eru og hvort einhverjir þeirra dvelji um þessar mundir á landinu kemur ekki fram í skýsrslunni.

Einstaklingar mesta ógnin ekki hópar

Í skýrslunni segir að ógn vegna hugsanlegra hryðjuverkaárása á Íslandi árið 2024 stafi, að mati Greiningardeildarinnar, fyrst og fremst frá einstaklingum sem aðhyllist
ofbeldisfulla öfgahyggju og beri hatur til samfélagsins og séu þess vegna reiðubúnir að
fremja hryðjuverk.

Greiningardeildin segir að komi til þess að framið verði hryðjuverk á Íslandi sé líklegast að heimatilbúnum og einföldum vopnum verði beitt. Undir heimatilbúin vopn falli þrívíddarprentuð vopn, rörasprengjur, afsagaðar haglabyssur o.fl. Undir einföld vopn
falli rifflar, skammbyssur, hnífar, axir og ökutæki. Ljóst sé að heimatilbúin vopn
og einföld vopn gætu hæglega verið tiltæk þeim sem ráðgerðu hryðjuverk á Íslandi. Í slíku tilfelli sé líklegast að um væri að ræða einn eða tvo gerendur. Afar ósennilegt sé hins vegar að hryðjuverkahópar fremji hryðjuverk á Íslandi við núverandi aðstæður.

Í skýrslunni segir hins vegar að lögreglan hafi takmarkaða möguleika til að bregðast við slíkum ógnum. Hún hafi takmarkaða möguleika til að bregðast með fullnægjandi hætti við upplýsingum um komu manna til landsins sem grunur sé á eða staðfest sé að tengist hryðjuverkasamtökum. Sama gildi um möguleika til þess að lögreglan geti brugðist við vísbendingum um að hópar eða einstaklingar aðhyllist öfgafulla hugmyndafræði. Á undanförnum 10 árum hafi komið upp nokkur tilvik þar sem upplýsingar berist lögreglu um einstaklinga sem hafi haft viðdvöl eða dveljist hér á landi og séu grunaðir um tengsl við alþjóðleg hryðjuverkasamtök.

Greiningardeildin segir að þessa takmörkuðu möguleika megi ekki síst rekja til skorts á heimildum lögreglunnar til að afla og miðla upplýsingum og gögnum og beita þannig fyrirbyggjandi aðgerðum í þágu löggæslu.

Slík sjónarmið hafa áður komið fram, bæði hjá lögreglu og stjórnmálamönnum, ekki eingöngu hvað varðar varnir gegn hryðjuverkum og öðrum sams konar ógnum við öryggi ríkisins heldur einnig varnir gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Ísland ekki talið skotmark

Greiningardeildin tekur þó fram í skýrslunni að það séu þó nokkrir þættir sem dragi úr hryðjuverkaógn á Íslandi.

Það sé meðal annars það að engar vísbendingar séu um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi. Engar staðfestar upplýsingar séu um að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi. Engin sjáanleg merki séu um að leiðtogar eða áhrifavaldar stundi eða skipuleggi innrætingu öfgafullrar hugmyndafræði eða hvetji til hryðjuverka á Íslandi.

Sömuleiðis sé Ísland ekki talið vera skotmark hryðjuverkasamtaka á borð við Ríki íslams og Al-Kaída eða ofbeldisfullra öfgahópa sem styðji málstað þeirra. Einnig sé lítið um tilkynningar og upplýsingabeiðnir, á grundvelli alþjóðasamstarfs, um hugsanlega fjármögnun hryðjuverka hér á landi.

Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Í gær

Sósíalistinn og frjálshyggjuprófessorinn enn á ný í hár saman – „Allt sem er að á Íslandi er þér að kenna“

Sósíalistinn og frjálshyggjuprófessorinn enn á ný í hár saman – „Allt sem er að á Íslandi er þér að kenna“
Fréttir
Í gær

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar
Fréttir
Í gær

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Í gær

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Í gær

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram