fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Reyndi að komast aftur til Íslands með dagbækur um hvernig beita á konur kynbundnu misrétti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness yfir manni nokkrum var staðfestur í Landsrétti í gær. Maðurinn leitaði til lögreglu á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins og sagðist þá vilja sækja um alþjóðlega vernd. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að það hafði maðurinn áður gert en verið vísað úr landi. Hann gaf lögreglu misvísandi upplýsingar um hver hann væri og hvenær hann væri fæddur. Í fórum hans fundust meðal annars dagbækur um meðal annars hvernig ætti að beita konur kynbundnu misrétti.

Með úrskurði Landsréttar er birtur úrskurður Héraðsdóms.

Þar kemur fram að maðurinn hafi sjálfur óskað eftir aðstoð lögreglu í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 30. janúar síðastliðinn. Maðurinn var ekki með nein skilríki en ýmislegt fannst í fórum hans eins og bækur, farsímar, skjöl, USB lyklar og harður diskur.

Eftir skoðun á skjölunum taldi lögreglan sig vita hvað maðurinn héti og hvenær hann væri fæddur. Maðurinn gaf upp nafn og fæðingardag en breytti svo svarinu og gaf upp annan dag. Hann sagðist vera að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi þar sem hann óttaðist um líf sitt í heimalandi sínu en nafn þess hefur verið afmáð úr úrskurðinum. Maðurinn nefndi þá aðila sem hótað hefðu honum lífláti en nafn þeirra hefur líka verið afmáð. Hann sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum öðrum löndum.

Nöfn þeirra landa þar sem maðurinn sagðist hafa sótt um alþjóðlega vernd hafa verið afmáð og sömuleiðis frá hvaða landi maðurinn kom til Íslands. Hann sagðist ekki tengjast Íslandi á nokkurn hátt.

Andlega veikur og með undarlegar dagbækur

Í úrskurðinum kemur einnig fram að maðurinn hafi sagt, þegar lögreglan spurði hann um heilsufar hans, að hann væri andlega veikur og á lyfjum. Þegar hann var spurður hvort hann hefði hlotið herþjálfun sagðist hann hafa áður verið í tilteknum samtökum en þau eru ekki nefnd í úrskurðinum.

Við frekari skoðun á farangri hans hafi fundist dagbækur um hvernig sækja eigi um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum og einnig um það hvernig á að beita konur kynbundnu misrétti. Einnig hafi mátt sjá teikningu í minnisbók af löndum sem maðurinn var búinn að setja X yfir.

Við eftirgrennslan í kerfi lögreglu fannst aðili með sama nafn og fæðingardag og maðurinn gaf upp. Samkvæmt kerfinu sótti aðili með þessu nafni um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2021 en var synjað og fylgt úr landi.

Manninum var einnig flett upp í alþjóðlegum gagnagrunni og þar fannst aðili með sama nafn en annan fæðingardag en hann gaf upp. Sérfræðingur var fenginn til að bera saman myndir úr gagnagrunninum og ljósmynd sem tekinn var af viðkomandi þegar hann sótti um hæli 2021. Fingraför úr gagnagrunninum voru einnig borin saman við fingraför sem tekin voru þegar aðilinn með þetta sama nafn sótti um hæli hér á landi 2021. Var það niðurstaða þessarar skoðunar að allar líkur væru á því að maðurinn væri sá sami og fannst við leit í alþjóðlega gagnagrunninum og hefði áður sótt um hæli hér á landi.

Segist hafa verið að vísa í annað tímatal

Í kröfu sinni um gæsluvarðhald yfir manninum færði embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum meðal annars þau rök fyrir kröfunni að hann hafi komið til landsins skilríkjalaus og ekki liggi fyrir nákvæmlega hver hann sé. Hann hafi gefið misvísandi upplýsingar um fæðingardag sinn og sagst ekki hafa nein tengsl við Ísland þótt allt benti til að hann hefði sótt áður um alþjóðlega vernd hér á landi.

Embættið telur að umsókn mannsins um alþjóðlega vernd eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum og þar sem unnið sé að rannsókn málsins, sem geti leitt til brottvísunar, eigi á grundvelli útlendingalaga að úrskurða hann í gæsluvarðhald.

Maðurinn krafðist þess að vera frekar dæmdur í farbann. Hann sagðist allan tímann hafa gert fulla grein fyrir sjálfum sér. Hann skýrði ósamræmið með uppgefinn fæðingardag með því að hann hafi í fyrstu verið að vísa til annars tímatals.

Bæði Héraðsdómur og Landsréttur tóku undir með embætti lögreglustjórans og maðurinn mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram til 14. febrúar næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“