fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Klikkuð samsæriskenning um vinsælustu tónlistarkonu heims breiðist út meðal stuðningsmanna Trump

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 04:30

Taylor Swift og Travis Kelce. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsögn á miðlinum One America Network, sem er öfgahægrisinnaður miðill, segir að um stóra „sálfræðilega Ofurskálsaðgerð“ sé að ræða. Aðrir tala um samsæri gegn Biblíunni og gegn Donald Trump. Allt sé þetta runnið undan rifjum Joe Biden og djúpríkisins og sé gert til að hafa áhrif á Bandaríkjamenn og til að fá þá til að fá örvunarbólusetningu gegn COVID-19.

Pirringur og reiði hins háværa hluta hins pólitíska hægrivængs í Bandaríkjunum beinist gegn hinni ofurvinsælu Taylor Swift og unnusta hennar, ruðningsstjörnunni Travis Kelce.

Óhætt er að segja að líf þeirra Swift og Kelce sé nánast eins og söguþráður í fullkominni fjölskyldumynd. Swift er frá kristnu heimili og ólst upp í hinu íhaldssama kántrí-ríki Tennessee. Eftir margar misheppnaðar tilraunir til að finna hinn eina rétt féll hún að lokum í fang skeggjaðs ruðningskappa sem er frá hjarta Bandríkjanna.  Kelce eyðir hluta af frítíma sinum í að búa til „strákahlaðvarp“ með bróður sínum sem er einnig skeggjaður, ruðningskappi, vel kvæntur og bjórdrykkjumaður.

Swift ferðast um heiminn og kemur fram en birtist reglulega á leikjum Kelce þar sem þau kyssast og segja „ég elska þig“ svo oft að það er eiginlega ekki fyndið.

Menningarstríð

Þessi glansmynd af hinum ameríska draumi þar sem hefðbundin gildi, mikil vinna og trúin á ást, er eitthvað sem margir geta séð samsvörun í.

En þess í stað er ást þeirra orðin að sögunni um bandarískt menningarstríð.

Ástæðan er að Swift er ekki eingöngu átrúnaðargoð yngri kynslóða, sem eru þekktar sem „Swifties“. Hún er nefnilega einnig pólitísk og hefur ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Hún hefur opinberlega tekið afstöðu gegn Donald Trump.

Á sama tíma hefur Kelce fengið stóran hluta af „Make America Great Again“ hreyfingu Trump upp á móti sér með því að krjúpa á hné á meðan þjóðsöngurinn er leikinn. Þetta gerir hann til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi.

Í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið kemur fram að hann hafi einnig birst í auglýsingum fyrir lyfjafyrirtækið Pfizer og bóluefni þess gegn COVID-19. Hann hefur einnig auglýst Bud Light, bjór sem hægrimenn hafa sniðgengið vegna samstarfs framleiðandans við transmanninn Dylan Mulvaney.

Þetta hefur reitt hægrimenn til reiði, fólk sem vill sjá Bandaríkin öðruvísi. Þetta er fólkið sem er á móti bóluefnum, það er þreytt á umræðunni um að kyn geti verið fleiri en karlkyn og kvenkyn. Þetta fólk óttast að endurteknar hvatningar Swift til aðdáenda sinna um að skrá sig sem kjósendur geti komið í veg fyrir að Trump sigri í forsetakosningunum í nóvember.

Ásakanir um svindl

Þessi reiði og taugaveiklun hægrimanna er orðin að samsæriskenningu eða öllu heldur samsæriskenningum sem versna sífellt því NFL, ruðningsdeildin, hefur tekið sambandi Swift og Kelec opnum örmum og sýnir ítrekað myndir af Swift í áhorfendastúkunni á leikjum Kelec.

„Ég hef aldrei verið sannfærðari um að úrslitin í Ofurskálinni séu ákveðin fyrirfram,“ skrifaði Jack Lombardi, hægrisinnaður áhrifavaldur sem hefur ekki tekist að hasla sér völl sem stjórnmálamaður, í kjölfar sigurs Kansas City Chiefs yfir Baltimore Ravens en leikurinn fór 17-0.

„Með alla þessa ónauðsynlegu umfjöllun um Taylor, sem enginn vill, á meðan leikirnir fara fram og Kansas City í úrslit Ofurskálarinnar . . . algjörlega fyrir fram ákveðið. Það sem við munum sjá næst eru Travis og Taylor saman á Ofurskálinni, að sjá mjög hamingjusöm og ástfangin. Síðan vinnur Kansas City og síðan lýsa þau yfir stuðningi við Biden,“ skrifaði Lombardi á X og bætti við: „Tilviljun? Nei. Par sem fær greitt fyrir þetta.“

Ábatasamt

Eftir því sem mediaite.com segir þá hefur samband Swift og Kelec gert að verkum að ruðningsdeildin, NFL, hefur fengið meiri athygli en áður, sérstaklega frá konum. Markaðsverðmæti deildarinnar og Kansas City Chiefs hefur hækkað um sem nemur fjörutíu milljörðum íslenskra króna á síðustu mánuðum og er þá eingöngu horft til þess ávinnings sem fylgir Taylor Swift.

Á móti kemur að ekkert bendir til að það sé góð herkænska að reyna að sannfæra kjósendur um að setja sig upp á móti vinsælustu opinberu persónu Bandaríkjanna. „Mér dettur enginn heimskulegri pólitísk taktík í hug en að setja sig upp á móti „The Swifties“,“ sagði Alyssa Farah Griffin, fyrrum samskiptastjóri Trump í Hvíta húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður