fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Ásthildur fengið nóg og skrifar opið bréf: Sjáðu hvað fjölskyldan borgar mikið í vexti á mánuði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lækkið vexti strax! Heimilin eru ekki fóður fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

Ásthildur skrifar opið bréf til peningastefnunefndar og seðlabankastjóra sem birtist á Vísi í morgun og þar kallar hún eftir því að vextir verði lækkaðir strax. Bendir hún á að í næstum tvö ár hafi gríðarlega miklar byrðar verið lagðar á heimili landsins í formi hárra vaxta.

„Allar þessar fjórtán vaxtahækkanir hafa hækkað afborganir húsnæðislána um hundruð þúsunda króna auk þess að hafa bein áhrif á leiguverð sem einnig hefur hækkað gríðarlega,“ segir Ásthildur meðal annars og bendir á að hækkanirnar hafi verið lagðar á skuldsett heimili til að lækka verðbólgu. Nú sé svo komið að verðbólga hafi farið úr 10,2% þegar hún var sem hæst og niður í 6,7%.

„Verðbólgan hefur lækkað stöðugt í 12 mánuði um 3,5 prósentustig eða 34,3% á einu ári. Ef verðbólgan hefði hækkað um sama hlutfall á einu ári hefðu vextir klárlega verið hækkaðir. Spurningin er bara hversu mikið. En hversu lengi þarf verðbólgan að fara lækkandi til þess að Seðlabankinn lækki vexti sína? NÚNA er kominn tími til að hefja vaxtalækkunarferlið,“ segir hún.

Ásthildur segir að bankarnir séu þessa dagana að senda Seðlabankanum skýr skilaboð í dulbúningi einhvers konar spádóma.

„Alla þessa spádóma bankanna og varnaðarorð, ber að lesa með hagsmuni þeirra í huga og þeir eru ekki litlir. Það er t.d. ljóst að hagnaður Landsbankans var nær tvöfalt meiri í fyrra en á árinu þar á undan,“ segir hún og nefnir að í því ljósi sé rétt að minna á að venjulegt heimili sem tók 50 milljón króna lán á 4% vöxtum, greiddi þá 167.000 krónur í vexti á hverjum mánuði.

„Í dag greiðir þessi sama fjölskylda 448.000 kr. í vexti á hverjum mánuði. Mismunurinn er 281.000 kr. í hverjum einasta mánuði, eða 3,4 milljónir á ári. Allar „ráðleggingar“ bankanna, spár þeirra og skilaboð til Seðlabankans ber að skoða í þessu ljósi. Bankarnir hafa beinan og gríðarlega mikinn hag af háu vaxtarstigi,“ segir hún.

Ásthildur segir ekki með nokkru móti réttlætanlegt að láta heimilin bera þessar byrðar áfram og það sé óásættanlegt ef nota á neyð Grindvíkinga sem afsökun fyrir því að lækka ekki vexti.

„Það verður erfitt að bæta heimilum og fjölskyldum þann skaða sem þegar er búið valda þeim. Núna hefur verðbólgan lækkað og heimilin eiga inni lækkun á vöxtum án tafar til að gera ekki illt ennþá verra. Þau munar um allt. Hvert einasta prósentustig skiptir þau máli og almenningur getur ekki beðið á meðan fólkið í fílabeinsturninum “sér aðeins til hver þróunin verður”.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri