fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Fréttir

Ólga innan RÚV – „Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. febrúar 2024 13:00

Gunnar er harðorður vegna þáttarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ármannsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Læknafélags Ísland, segist hafa heimildir fyrir því að ólga sé innan Ríkisútvarpsins vegna hlaðvarpsþáttar Þóru Tómasdóttur um Tómas Guðbjartsson lækni þann 3. janúar síðastliðinn. Málið tengist deilum í Ferðafélagi Íslands.

Þetta skrifar Gunnar á bloggsíðu sína á blog.is. Gunnar hefur áður skrifað um þáttinn „Þetta helst“ þennan umrædda dag þar sem honum fannst farið frjálslega með staðreyndir. En í þættinum var fjallað um leyfi og stöðu Tómasar, plastbarkamálið og ýmis fjölmiðlamál þar sem Tómas kom við sögu. Í þættinum voru níu ónafngreindir læknar heimildarmenn Þóru.

„Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum Þetta helst á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildarmönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki stætt sem starfsmanni fjölmiðilsins,“ segir Gunnar. „Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands.“

Vegna nálægðar sinnar hafi þessir heimildamenn hins vegar ekki viljað koma fram undir nafni.

Standist ekki skoðun

Vísar Gunnar í frétt DV um málið frá því í gær, þar sem leitað var eftir svörum frá Þóru og Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, um þá gagnrýni sem þátturinn hefur hlotið. Bæði frá Gunnari og öðrum.

Sjá einnig:

Segir Lækna-Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga þrátt fyrir ásakanirnar – „Hann væri „vinur okkar“ og að „við skulduðum honum““

„Þessi umfjöllun var unnin að ígrunduðu máli. Hún byggir á frásögnum heimildarmanna sem bera fyrir sig nálægðarvanda. Hún snerist ekki um sekt eða sakleysi Tómasar í plastbarkamálinu heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin,“ sagði Þóra. „Ekkert sem fram kom í þættinum hefur verið borið til baka af spítalanum.“

Gunnar segir að með þessu virðist sem svo að Þóra sé að staðfesta þær ásakanir sem á hana hafi verið bornar.

„Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar ígrundaðar ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni,“ segir Gunnar á bloggsíðu sinni.

Einnig að fullyrðing Þóru um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar standist ekki skoðun. En í lok þáttar hafi hún spurt viðmælanda sinn, fréttakonuna Ölmu Ómarsdóttur, hvort þyrfti ekki að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í plastbarkaaðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt.

Spítalinn hafi ekkert til að bera til baka

Þá vísar hann einnig til síðari þáttar, frá 19. janúar, þar sem Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans var til viðtals. Segir Gunnar að þar hafi Þóra gert ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurt hvort það væri ekki betra fyrir hann sjálfan að fá almennilega rannsókn til að geta hreinsað sig af ásökunum.

Sjá einnig:

Kallar eftir uppsögn Þóru eftir þátt um Lækna-Tómas – „Þessi umfjöllun var unnin að ígrunduðu máli“

„Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað?“ spyr Gunnar.

Teyja sig í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála

Þá segir hann ummæli Fanneyjar í frétt DV einnig eftirtektarverð. En þar sagði hún:

„Ég sé ekki ástæðu til að svara sérstaklega einstökum spurningum, umfram það að við teljum að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning, hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmast innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað samkvæmt 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála  Evrópu.“

„Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð útvarps allra landsmanna,“ segir Gunnar að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Maðurinn sem er grunaður um að hafa banað móður sinni í Breiðholti úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko

Efni sem valda krabbameini og ófrjósemi fundust í snyrtivörum – Eilífðarefni í vörum Sephora og Kiko
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“