Karl III Bretakonungur hefur verið greindur með krabbamein, eins og segir í tilkynningu frá Buckinghamhöll fyrir stuttu.
„Nýleg aðgerð konungsins vegna góðkynja blöðruhálskirtilsstækkunar leiddi frekara í ljós. Sýni sem send voru í greiningu hafa leitt í ljós krabbamein.“
Í tilkynningu Buckinghamhallar kemur ekki fram af hvaða tegund krabbameinið er eða á hvaða stigi það er.
„Hans hátign hefur í dag hafið áætlun um reglubundnar meðferðir, á þeim tíma hefur honum verið ráðlagt af læknum að fresta þeim störfum sem snúa að almenningi.“
Vika er síðan konungurinn og Katrín tengdadóttir hans voru útskrifuð af einkarekinni heilsugæslustöð í London. Kensingtonhöll greindi frá því að Katrín myndi ekki snúa aftur til konunglegra starfa fyrr en eftir páska. Eiginmaður hennar Vilhjálmur hefur að mestu verið hjá eiginkonu sinni en mun mæta á góðgerðarkvöldverð sem haldinn verður á miðvikudag í London. Engin dagsetning var tilgreind fyrir endurkomu Karls konungs til starfa.