fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Karl Bretakonungur greindur með krabbamein

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2024 18:19

Karl III Bretakonungur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl III Bretakonungur hefur verið greindur með krabbamein, eins og segir í tilkynningu frá Buckinghamhöll fyrir stuttu.

„Nýleg aðgerð konungsins vegna góðkynja blöðruhálskirtilsstækkunar leiddi frekara í ljós. Sýni sem send voru í greiningu hafa leitt í ljós krabbamein.“

Í tilkynningu Buckinghamhallar kemur ekki fram af hvaða tegund krabbameinið er eða á hvaða stigi það er.

„Hans hátign hefur í dag hafið áætlun um reglubundnar meðferðir, á þeim tíma hefur honum verið ráðlagt af læknum að fresta þeim störfum sem snúa að almenningi.“

Vika er síðan konungurinn og Katrín tengdadóttir hans voru útskrifuð af einkarekinni heilsugæslustöð í London. Kensingtonhöll greindi frá því að Katrín myndi ekki snúa aftur til konunglegra starfa fyrr en eftir páska. Eiginmaður hennar Vilhjálmur hefur að mestu verið hjá eiginkonu sinni en mun mæta á góðgerðarkvöldverð sem haldinn verður á miðvikudag í London. Engin dagsetning var tilgreind fyrir endurkomu Karls konungs til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri