fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Segjast hafa fundið „villur“ í meðmælum eina stríðsandstæðingsins

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 11:00

Fastlega er búist við því að Pútín verði tryggður sigur í kosningunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska kjörstjórnin segist hafa fundið „villur“ í þeim gögnum sem forsetaframjóðandinn Boris Nadezhdin skilaði inn. Kosningarnar fara fram þann 15. til 17. mars en fastlega er búist við því að sigur Pútín verði tryggður með öllum ráðum.

Að sögn kjörstjórnar hefur fundist dáið fólk á meðal þeirra 100 þúsund einstaklinga sem eru á meðmælalista Nadezhdin. Hann er eini forsetaframbjóðandinn sem er gagnrýninn á stríðsreksturinn í Úkraínu.

Nadezhdin lýsti yfir framboði sínu á síðustu stundu. Að eigin sögn hefur framboð hans fengið glimrandi góðar móttökur og margir vilja sína andstöðu við Pútín í verki.

Hugsanlegt er að kjörstjórnin ógildi framboð hans vegna þessarra „villa“ í meðmælunum. Hann verður beðinn að mæta á fund á mánudag til að svara fyrir þær.

Nadezhdin hefur lýst yfir stuðningi við Alexei Navalny, stjórnarandstöðuleiðtogann sem bauð sig fram gegn Pútín á sínum tíma. Navalny var sýnt banatilræði með eitri og var að lokum sendur í fangelsi í Síberíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega

Mótmæla kílómetragjaldinu harkalega – Skatttekjur af ökutækjum séu í dag tvöfalt hærri en útgjöld til þjóðvega
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann

Formaðurinn fékk 280.926 krónur á tímann – Aðrir með 187 þúsund á tímann
Fréttir
Í gær

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“

Stefán Einar hjólar í Sigmar vegna ummæla hans um byrlunarmálið – „Varðhundur Ríkisútvarpsins er gerður út af örkinni“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni