fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Sama manneskjan sendi Vestmannaeyjabæ fyrirspurn nánast á hverjum degi í heilt ár

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. febrúar 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í liðinni viku fór fram fundur bæjarráðs Vestmanneyja. Meðal fundarefna var fjöldi formlegra fyrirspurna sem bárust bænum á árinu 2023. Í fundargerð fundarins kemur fram að fjöldi þeirra skagaði hátt upp í fjölda daga ársins og þær bárust allar frá einum og sama einstaklingnum.

Í fundargerðinni kemur fram að fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar sem varðað hafi hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess hafi verið 348 á árinu 2023. Þær hafi allar borist frá einum einstaklingi.

Sá tími sem hafi farið í að svara fyrirspurnunum jafngildi um það bil hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið 2023.

Efni fyrirspurnanna er ekki sundurliðað í fundargerðinni og því kemur ekki fram hvað viðkomandi hafði mestan áhuga á að vita um starfsemi bæjarins og félagsins í eigu hans. Það er ekki tekið beinlínis fram um hvaða félag er að ræða en telja verður líklegt að fyrirspurnirnar hafi snúist um Herjólf ohf. sem sér um rekstur samnefndrar ferju og er í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Þekktur ofbeldismaður meðal hinna handteknu – Tálbeituhópar tengjast málinu

Manndrápsmálið: Þekktur ofbeldismaður meðal hinna handteknu – Tálbeituhópar tengjast málinu
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?