Athygli vakti i vikunni þegar Morgunblaðið ræddi við þingmenn sem lýstu óánægju sinni með bygginguna sem tekin var í notkun fyrir skemmstu.
Sjá einnig: Þingmenn ósáttir við nýjar skrifstofur:„Ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni“
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði til dæmis:
„Útsýnið úr minni skrifstofu er bara hvítur veggur, ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni.“
Heimildin heimsótti bygginguna ásamt Guðmundi í vikunni og fékk hann til að leggja mat á húsnæðið.
„Mér finnst þetta frekar ósmekkleg samlíking, að líkja þessu saman við Litla-Hraun. Þetta er ótrúlega flott bygging, það er mikið í þetta lagt og það er ekkert sem líkist fangelsi. Fangelsi er ekki góður staður, hræðilegur staður, Litla-Hraun sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi við Heimildina þar sem ítarlega er fjallað um málið.