fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sýknaður af ákæru um nauðgun og líkamsárás þrátt fyrir lífshættulega áverka á konunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað mann af ákæru um nauðgun og sértaklega hættulega líkamsárás þrátt fyrir að meintur brotaþoli, miðaldra kona, hafi hlotið lífshættulega áverka í meintri árás.

Dómurinn var kveðinn upp í dag. Atvikið átti sér stað í september árið 2021 á heimili konunnar en hún og maðurinn fóru þangað eftir að hafa kynnst á veitingastað. Þeim ber saman um að þau hafi haldið til svefnberbergis til að hafa samfarir með vilja beggja en konan segir að atlot mannsins hafi síðan umbreyst í nauðgun og hrottaskap. Í ákæru segir:

.„..fyrir nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 4. september 2021, á heimili A, […], eftir að hann og A hófu samfarir með vilja beggja, beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung er hann hafði við hana, án hennar samþykkis, samræði, endaþarmsmök og önnur kynferðismök og stakk hendi sinni langt inn í leggöng hennar en ákærði hélt henni niðri og hélt samræði og öðrum kynferðismökum áfram þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hennar um að hætta. Af þessu hlaut A lífshættulega áverka í leggöngum þar sem hún hlaut tvær sárrifur og rifu á slagæð, með virkri slagæðablæðingu sem sauma þurfti fyrir, auk þess sem hún hlaut mar á vinstri rasskinn og mar á fótleggi og læri.“

 Við lögreglurannsókn á málinu var rætt við sjúkraflutningamann sem kom á vettvang. Hann sagði að brotaþoli og ókunnur maður sem var á vettvangi hefðu sagt að fólkið hefði stundað harkalegt kynlíf sem hefði leitt til blæðingar. Var á því augnabliki ekki minnst á afbrot í þessu sambandi. Að sögn lögreglu var aðkoma á vettvangi skelfileg:

„Þegar lögregla fór inn í svefnherbergi brotaþola svaf ákærði ölvunarsvefni í rúmi hennar, íklæddur rauðum slopp og voru blóðblettir í rúminu og blóð og blóðkekkir á gólfi.“ 

Hryllilegar lýsingar

Í framburði fyrir dómi lýsti konan því hvernig maðurinn hefði verið nokkuð ágengur við hana á veitingastað en hún síðan fallist á að hann færi heim með henni þó að hún hefði fremur viljað að þau færu heim til hennar. Hún segist hafa látið til leiðast um að hafa samsfarir en sagðist þar hafa verið að sækjast eftir eðlilegu kynlífi en ekki hrottaskap.

Í dómnum er að finna hrollvekjandi lýsingar á atburðinum. Kemur þar fram að tengdadóttir konunnar kom að henni þar sem hún sat í blóði sínu og var blóð um allt rúmið. Ennfremur segir: „Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki muna meira í sjálfstæðri frásögn en bætti svo við „hann bara tók svona hryllilega harkalega á mér, svo það var hringt í Neyðarlínuna og þau komu“.

Ennfremur segir um vitnisburð konnnar fyrir dómi:

„Ákærði hafi svo tekið harkalega á brotaþola, henni byrjað að blæða og hann ekki viljað hætta þótt hún bæði hann margsinnis um það. Hann hafi þvert á móti tekið hana „aftur upp í rúm“ og haldið henni fastri. Eftir að brotaþola byrjaði að blæða hafi ákærði sótt handklæði, hún verið við það að missa meðvitund í rúminu og hann bara farið að sofa. Að sögn brotaþola opnaði ákærði þó alltaf augun aftur, dró hana nær sér „og reyndi alltaf meira og meira“ þótt hún væri alblóðug.“

Maðurinn varð fyrir líkamsárás í kjölfarið

Maðurinn neitaði því að hafa nauðgað konunni og sagði þau hafa stundað harkalegt kynlíf með fyrrgreindum afleiðingum.

Skömmu eftir að lögregla fór af vettvangi, kvöldið sem atburðurinn varð, barst tilkynning um að ákærði hefði orðið fyrir líkamsárás. Réðust tveir menn á hann eftir að hafa spurt hann að nafni og spurt hvort hann hafi verið heima hjá móður annars árásarmannsins. Líkamsárásin var harkaleg og maðurinn hlaut mikla áverka af henni.

Dómari taldi ekki fullsannað að maðurinn væri sekur

Í skýrslum faglegra matsaðila sem leitað var til við rannsókn málsins og dómsmeðferð kom fram að þeir áverkar sem konan hlaut gætu mögulega hafa komið til við „hefðbundið kynlíf“, þ.e. getnaðarlimur í leggöng. Matsmaður sagði svo geta verið ef um væri að ræða misræmi milli stærðar á kynfærum. Almennt voru svör matsmanna á þann veg að ekki væri útilokað að þessi áverkar hefðu getað komið til við hefðbundið kynlíf.

Í dómsniðurstöðu segir:

„Með hliðsjón af vitnisburði sérfræðilæknanna þriggja er það álit dómsins, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, að ekki sé loku skotið fyrir að greindir áverkar í leggöngum brotaþola hafi orðið til við kröftugar samfarir ákærða um leggöng brotaþola og/eða við það að hann ræki fingur langt inn í leggöng hennar, með þeim hætti og undir þeim kringumstæðum sem hann hefur borið fyrir dómi. Ber ákærða að njóta skynsamlegs vafa í því sambandi, sbr. 108. og 1. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála.“

Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness að sýkna manninn af ákæru um nauðgun og líkamsárás. Miskabótakröfum konunnar var vísað frá.

Dómurinn er ítarlegur og má lesa hann hér.

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“