fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Starfsfólk Akureyrarbæjar megi leka gögnum í góðri trú

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 21:30

Ráðhús Akureyrarbæjar mynd/Akureyri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun voru samþykktar reglur um uppljóstranir starfsfólks bæjarins. Samvæmt reglunum hefur starfsfólk framvegis leyfi til að miðla gögnum, sem varða lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi bæjarins, í góðri trú til aðila innan bæjarkerfisins eða utan þess. Var reglunum vísað til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Í fundargerðinni kemur fram að reglurnar byggi á lögum um vernd uppljóstrara en samkvæmt þeim skuli setja reglur um verklag við uppljóstrun starfmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi í fyrirtækjum eða á öðrum vinnustöðum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ári.

Í reglunum segir að þær gildi um starfsfólk bæjarins sem greini í góðri trú frá upplýsingum eða miðli gögnum um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi bæjarins.

Orðalagið í góðri trú er skilgreint þannig í reglunum að það eigi við um þegar starfsmaður bæjarins hafi góða ástæðu til að ætla að gögnin eða upplýsingarnar, um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi bæjarins, sem miðlað er séu réttar og að það sé í þágu almennings að miðla þeim og að hann eigi ekki annan kost til að koma í veg fyrir þá háttsemi sem um ræðir.

Starfsfólk Akureyrarbæjar sem miðlar slíkum gögnum eða upplýsingum í góðri trú eins og hún er skilgreind í reglunum hefur leyfi til að miðla þeim til vinnuveitanda, sem í þessu tilfelli ætti að vera bærinn sjálfur, eða til opinbers eftirlitsaðila. Það hefur einnig leyfi til að miðla þeim til annarra aðila utan bæjarins svo sem fjölmiðla.

Hvað telst vera starfsmaður bæjarins er skilgreint vítt í reglunum. Samkvæmt þeim er starfsmaður sá sem hefur eða hefur haft aðgang að gögnum eða upplýsingum vegna hlutverks síns, þar með talið starfsmaður sem hefur verið ráðinn, settur eða skipaður starfsmaður. Þetta á einnig við um sjálfstætt starfandi verktaka, stjórnarmann, starfsnema, tímabundinn starfsmann og sjálfboðaliða.

Á helst að leka innan kerfisins

Í reglunum kemur fram að ekki sé heimilt að miðla gögnum eða upplýsingum til annarra aðila utan bæjarkerfisins en opinberra eftirlitsaðila nema miðlun til þeirra eða innan bæjarkerfisins hafi verið reynd til þrautar.

Hafi uppljóstrun til aðila innan bæjarkerfisins eða opinberra eftirlitsaðila ekki leitt til fullnægjandi viðbragða er starfsmanni heimilt í góðri trú, eins og hún er skilgreind í reglunum, að miðla umræddum upplýsingum eða gögnum til utanaðkomandi aðila, þar á meðal fjölmiðla. Það má starfsmaðurinn gera ef hann hefur réttmæta ástæðu til að ætla að um háttsemi sé að ræða sem getur varðað fangelsisrefsingu.

Heimilt er að miðla gögnum til slíkra utanaðkomandi aðila beint án þess að reyna miðlun til aðila innan bæjarins eða opinberra eftirlitsaðila í undantekningartilvikum. Skilyrði er að miðlunin teljist í þágu svo brýnna almannahagsmuna að hagsmunir bæjarins eða annarra verði að víkja fyrir hagsmunum af því að upplýsingunum sé miðlað til slíkra utanaðkomandi aðila.

Sá starfsmaður sem miðlar gögnum getur notið nafnleyndar kjósi hann svo.

Starfsmaður Akureyrarbæjar sem miðlar gögnum og upplýsingum í samræmi við ákvæði reglanna og laga um uppljóstranir telst ekki hafa brotið þagnar- og trúnaðarskyldu. Það er ekki mögulegt að leggja refsi- eða skaðabótaábyrgð á viðkomandi og slíkar athafnir geta ekki leitt til stjórnsýsluviðurlaga eða íþyngjandi úrræða. Óheimilt er að láta viðkomandi starfsmann sæta óréttlátri meðferð með því að rýra réttindi, breyta starfsskyldum á íþyngjandi hátt, segja upp samningi, slíta honum eða láta viðkomandi gjalda þess á annan hátt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“