Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að með tilliti til veðurspár vilji hún vara við erfiðum akstursskilyrðum á morgun, föstudag, víða um land. Ákveðnir vegir hafi verið settir á óvissustig og geti komið til lokana með litlum eða engum fyrirvara.
Óvissustig verður á eftirfarandi vegum:
- Suðvesturland: Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegur, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Krýsuvíkurvegur lokar snemma morguns.
- Vesturland: Hafnarfjall, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Hvalfjörður, Akrafjallshringur, Borgarfjörður og Mýrar, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb.
- Norðurland: Öxnadalsheiði, óvissustig 7:00 2. feb – 7:00 3. feb.
- Suðurland: Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts, Árborgarhringur, Lyngdalsheiði og uppsveitir Suðurlands, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb.
Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér veðurspá áður en lagt er í ferðalag.