fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Óvissustig á vegum víða um land á morgun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 21:40

Myndin er úr safni og tengist frétt ekki beint. Mynd: Gísli Einar Sverrisson/Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að með tilliti til veðurspár vilji hún vara við erfiðum akstursskilyrðum á morgun, föstudag, víða um land. Ákveðnir vegir hafi verið settir á óvissustig og geti komið til lokana með litlum eða engum fyrirvara.

Óvissustig verður á eftirfarandi vegum:

  • Suðvesturland: Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegur, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Krýsuvíkurvegur lokar snemma morguns.

 

  • Vesturland: Hafnarfjall, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Hvalfjörður, Akrafjallshringur, Borgarfjörður og Mýrar, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb.

 

  • Norðurland: Öxnadalsheiði, óvissustig 7:00 2. feb – 7:00 3. feb.

 

  • Suðurland: Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts, Árborgarhringur, Lyngdalsheiði og uppsveitir Suðurlands, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb.

 

Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér veðurspá áður en lagt er í ferðalag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Auglýsing um „huggulegt“ herbergi til leigu í Breiðholti vekur hörð viðbrögð – „Is this one of the police cells at Hlemmur?“

Auglýsing um „huggulegt“ herbergi til leigu í Breiðholti vekur hörð viðbrögð – „Is this one of the police cells at Hlemmur?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“
Fréttir
Í gær

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna
Fréttir
Í gær

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Í gær

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti