Geimljósmyndari að nafni Jeff Dai náði merkilegum myndum af norðurljósakrullum við Kerið í Grímsnesinu. Afar sjaldgæft er að þetta náist á mynd.
Fréttamiðillin Wion News greinir frá þessu.
Dai tók myndbandið þann 16. janúar síðastliðinn. Í myndbandinu sést glögglega bein lína norðurljósa en í miðju þess eru eins konar krullur sem iða.
Xing-Yu Li, sérfræðingur við Beijing háskóla, útskýrir fyrirbærið í frétt Wion. Fólk eigi að ímynda sér að segulsvið jarðar sé eins og gítarstrengur. Á þessa nokkurra kílómetra löngu strengi geti komið titringur.
Titringurinn er vanalega aðeins sjáanlegur eða mælanlegur með sérstökum búnaði, ekki með hefðbundnum myndavélum. „Titringurinn var yfir miðpunktinum í nokkrar mínútur,“ sagði Dai í færslunni með myndbandinu á Instagram.