fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Stór lögregluaðgerð í Kópavogi – Lögregla verst frétta af alvarlegu máli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 11:22

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór lögregluaðgerð átti sér stað fyrir framan íbúðahús við Nýbýlaveg í Kópavogi um hálfáttaleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmanni voru sex lögreglubílar á vettvangi, fjórir ómerktir og tveir merktir, og vettvangur var innsiglaður með gulum borða.

Málið fór fljótt inn á borð rannsóknarsviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúi hjá lögreglustöð 3 sagðist í samtali við DV ekki hafa upplýsingar um málið.

DV náði sambandi við Grím Grímsson hjá rannsóknarsviði sem sagði: „Ég ætla ekki að fara neitt út í það hvað þarna er á ferðinni. En það er mál sem tengist Nýbýlavegi. Það er ekkert sem ég vil segja á þessari stundu um það.“

Grímur vill hvorki játa né neita að mannslát hafi átt sér stað, hann segir einfaldlega að á þessari stundu vilji lögregla ekki tjá sig um málið. Grímur segir að aðgerðir á vettvangi hafi hafist upp úr hálfátta. Aðspurður segir hann að aðgerðum sé lokið á vettvangi. „Það eru svo sem engar aðgerðir lengur, það er bara mál í rannsókn í kjölfarið á þessum aðgerðum.“ Grímur segir möguleika vera á því að lögreglan geri út tilkynningu um málið seinnipartinn í dag.

Grímur sagði að lokum: „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um hvað þarna er í gangi.“

Sjá einnig: Harmleikur í Kópavogi – Einn í haldi eftir andlát sex ára barns

Uppfært kl. 11:40

Samkvæmt íbúa sem býr í nágrenni við umrætt hús komu sjúkrabílar einnig á vettvang. Viðkomandi óttast að harmleikur hafi átt sér stað en þekkir ekki til málsins. Þrjár til fjórar íbúðir eru í húsinu þar sem atvikin áttu sér stað en viðmælandi segist ekki vita í hvaða íbúð þetta var.

Uppfært kl. 12:10

Samkvæmt Vísir.is  er málið afar viðkvæmt og miklir rannsóknarhagsmunir undir. Þetta segir Eiríkur Valberg lögreglufulltrúi. Hann segist ekki geta gefið upp um hvers konar aðgerðir var að ræða.

Uppfært kl. 12:30

DV náði sambandi við nágranna úr næsta húsi sem segist hafa séð tvo sjúkrabíla koma að húsinu um kl. 8 morgun. Meira veit hann ekki um málið og varð lítið sem ekkert var við aðgerðir lögreglu.

Uppfært kl. 15:30: Sjá tilkynningu lögreglu um málið

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“