Um er að ræða óveður sem norska veðurstofan hefur gefið nafnið Ingunn og eru rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi víða. Þannig er rauð viðvörun í gildi í Lófóten, eyjaklasa í norðvesturhluta Noregs sem er rómaður fyrir náttúrufegurð sína. Þá má búast við vonskuveðri á svæðinu frá Bodö og suður til Þrándheims og jafnvel enn sunnar.
Jon Austrheim, veðurfræðingur á norsku veðurstofunni, segir við VG að veðurspár virðist ætla að rætast og hætta sé á foktjóni víða. Í bland við mikinn vind megi gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu og því viðbúið að færð verði erfið víða. Á strandsvæðum megi að auki gera ráð fyrir mikilli ölduhæð.
Bretar munu fá sinn skerf af óveðinu og á það einkum við um norðurhluta Bretlandseyja, norðurhluta Englands og allt Skotland til dæmis. Gular viðvaranir eru í gildi þar og má gera ráð fyrir að versta veðrinu sloti undir kvöld.