fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Áætlanir stjórnvalda sagðar ekki leysa vanda íþróttastarfs í Grindavík

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 17:17

Arnór Tristan Helgason,spilar með meistaraflokki Grindavíkur í Subway-deildinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Grindavíkur (U.M.F.G) hefur sent velferðarnefnd Alþingis umsögn vegna frumvarps um breytingu á lögum vegna sértæks húsnæðisstuðnings vegna náttúruhamfaranna í bænum. Segir í umsögninni að frumvarpið eins og það líti út núna muni ekki gagnast deildinni að neinu ráði og að það stefni í að deildin sem og aðrar deildir innan ungmennafélagsins einfaldlega leggist af vegna fjárskorts.

Umsögnin er birt á heimasíðu Alþingis en þó raunar undir frumvarpi um stuðning við greiðslu launa í Grindavík en umsögnin á bersýnilega við frumvarpið um sértækan hússnæðisstuðning.

Í umsögn körfuknattleiksdeildarinnar kemur fram að frumvarpið taki ekki mið af félögum sem rekin eru með óhagnaðardrifnum sjónarmiðum og megi þar nefna félög sem eru á Almannaheillaskrá Ríkisskattstjóra. Umsögnin komi frá Körfuknattleiksdeild U.M.F.G en eigi þó við um æskulýðsstarf félagsins í heild.

Kostnaður vegna leigu á eignum hafi margfaldast hjá deildinni og hafi hún ekki sömu tækifæri og einstaklingar til að sækja um leigustyrk frá ríkinu. Körfuknattleiksdeildin eigi til að mynda eign sem fjármögnuð hafi verið með lántöku sem ekki sé hægt að frysta líkt og um íbúðalán sé að ræða.

Eins og aðrar körfuknattleiksdeildir félaga sem eiga lið í Subway-deildum karla og kvenna hefur deildin meðal annars þurft að leigja íbúðir fyrir erlenda leikmenn liðsins og sá kostnaður hefur hækkað eftir að ekki var hægt að útvega leikmönnunum húsnæði í Grindavík.

Í umsögninni segir að með yfirstandandi hamförum sé öll íþróttastarfsemi í Grindavíkurbæ í uppnámi. Deildir U.M.F.G lifi á góðvild annarra íþróttafélaga. Allar fjárhagsáætlanir hafi brostið, kostnaður hafi aukist til muna og tekjur hafi dregist saman á sama tíma. Þetta muni hafa í för með sér að deildir innan U.M.F.G muni lognast út af á skömmum tíma.

Er það því ósk körfuknattleiksdeildarinnar að tekið verði tillit til félaga á Almannaheillaskrá Ríkisskattsstjóra við afgreiðslu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Í gær

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Í gær

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?

Klóra sér í kollinum yfir árásarmanni Trump – Hvers vegna reyndi hann að myrða forsetaframbjóðandann?
Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman