fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Marðist á útlimum eftir að strætóstjóri hrinti honum út úr vagninum – Kæra lögð fram og málið til skoðunar

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 16:39

Alejandro og Sigurður lentu í óskemmtilegri reynslu um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Sigurður Erlends Guðbjargarson og Bader Alejandro hafa lagt fram kæru vegna líkamsárásar vagnstjóra um helgina. En vagnstjórinn hrinti hinum síðarnefnda út úr vagninum eftir deilur um hvort örorkumiði gilti í næturstrætó. Forstjóri Strætó staðfestir að vagnstjóri hafi ýtt Alejandro út og að málið sé til skoðunar innan fyrirtækisins.

„Við höfum lagt fram kæru og eigum tíma með kærumóttöku í næstu viku. Þannig það ferli er komið af stað,“ segir Sigurður í samtali við DV en hann hafði áður greint frá málinu á samfélagsmiðlum.

Deilt um örorkumiða

Atvikið átti sér stað í næturstrætó númer 103 á aðfaranótt sunnudags, klukkan 3:40 á Lækjartorgi. Sigurður og Alejandro voru á leið heim en þetta var síðasti strætó næturinnar.

Sigurður er öryrki og skannaði örorkumiða inn í Klappið í vagninum eins og hann hafði margoft gert áður. Hann gekk inn í vagninn en þá kallaði öryggisvörður á hann að koma aftur fremst í vagninn til vagnstjórans. Sigurður segir að vagnstjórinn hafi öskrað á hann að hann ætti ekki að nota örorkumiða, jafn vel þó hann væri öryrki, og heimtaði að Sigurður keypti annan miða.

Þetta sætti Sigurður sig ekki við heldur þvertók fyrir að kaupa annan miða því hinn væri fullgildur. Hann hefði oft áður notað örorkumiða í næturstrætó án athugasemda frá vagnstjóra. Það væri verið að mismuna sér.

Körpuðu vagnstjórinn og öryggisvörðurinn við Sigurð og Alejandro sem var þá kominn inn í vagninn líka. Þar sem Sigurður sá fram á að komast ekki að sameiginlegri niðurstöðu um málið var hann tilbúinn að fara úr vagninum og leyfa Alejandro að fara heim.

Þá hafi vagnstjórinn og öryggisvörðurinn aftur á móti verið búnir að taka þá ákvörðun að hvorugur þeirra mætti fara með vagninum. Sigurður segir að það hafi hugsanlega verið vegna þess að Alejandro hafi komið honum til varnar.

Lögregla kölluð til

Það sem gerðist næst lýsir Sigurður sem svo. Vagnstjórinn hafi opnað bílstjórabúrið og opnað hurðina með hægri hendi. Með þeirri vinstri hafi hann hrint Alejandro út úr vagninum með öllu afli. Við þetta slasaðist Alejandro, marðist á báðum hnjám og er með skerta hreyfigetu í olnbogunum. Sigurður segir hann mjög kvalinn við allar hreyfingar útlima.

Lögregla var kölluð til og ræddi við þá. Sigurður segir það stórfurðulegt að vagnstjórinn hafi ekki verið handtekinn í ljósi þess að Alejandro stæði þarna sárþjáður. Enduðu Sigurður og Alejandro á því að þurfa að taka leigubíl heim. Það hafi reynst skarð í fjárhag þeirra enda um að ræða síðustu krónur mánaðarins.

Málið í skoðun

Jóhannes Svavar Rúnarsson, forstjóri Strætó, staðfestir að vagnstjóri hafi ýtt manninum út úr vagninum.

Jóhannes Svavar segir málið í skoðun innan fyrirtækisins. Mynd/Strætó

„Málið er í ferli hér innanhúss og verið að skoða aðstæður,“ segir Jóhannes. „Það voru þarna vitni sem er verið að ræða við. Þannig er málið statt hér.“

Aðspurður um gjaldskrá í næturstrætó segir Jóhannes að stakir örorkumiðar gildi þar ekki.

„Það er bara eitt verð í næturstrætó. Þeir sem eiga árskort og eru fullborgandi geta notað það í næturstrætó. Annars er fast verð í næturstrætó,“ segir hann.

Fargjaldið í næturstrætó er 1.260 krónur. Örorkumiði kostar 189 krónur.

„Við erum búnir að fá skriflega afsökunarbeiðni frá Strætó eftir atvikið,“ segir Sigurður aðspurður um viðbrögð frá Strætó.

„Í póstinum frá þeim kom einungis fram hvaða skref verða tekin innan fyrirtækisins gagnvart umræddum bílstjóra, en engin staðfesting af þeirra hálfu að bílstjórinn hefði upprunalega brugðist vitlaust við með því að hleypa mér ekki inn í vagninn þegar ég notaði örorkumiðann, né að ég ætti alltaf rétt á því alveg sama hvaða tími dags það er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þingmenn á tvöföldum launum um síðustu mánaðamót – Einn ætlar að vera í aukavinnu

Allir þingmenn á tvöföldum launum um síðustu mánaðamót – Einn ætlar að vera í aukavinnu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið eftir Morgunútvarpið – „Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?“ 

Gróflega misboðið eftir Morgunútvarpið – „Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?“ 
Fréttir
Í gær

Íslendingar sólgnir í ódýrar vörur frá Kína – Eyrnalokkar innihéldu þúsundfalt leyfilegt magn af krabbameinsvaldandi efni

Íslendingar sólgnir í ódýrar vörur frá Kína – Eyrnalokkar innihéldu þúsundfalt leyfilegt magn af krabbameinsvaldandi efni