fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Bjarni vill verða biskup

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 08:52

Bjarni Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Bjarni Karlsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti biskups Íslands. Þetta tilkynnti Bjarni í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og Vísir fjallar um.

Bjarni segir að hann hafi notið þess að vera prestur og þjóna fólki undanfarin rúm 30 ár og kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið að ávarpa tilgang lífsins.

Kosið verður um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi sem fram fer í mars næstkomandi og mun Agnes M. Sigurðardóttir láta af störfum í kjölfarið.

Nokkrir hafa nú þegar gefið kost á sér í embættið, þar á meðal Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, Guðrún Karls, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Nanna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson.

Bjarni sagði að djáknar og prestar ræði nú sín á milli og fái það hlutverk að tefla þremur fram sem fara í biskupskjör. Þann 6. febrúar næstkomandi mun koma í ljós hverjir það verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“