Bjarni segir að hann hafi notið þess að vera prestur og þjóna fólki undanfarin rúm 30 ár og kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið að ávarpa tilgang lífsins.
Kosið verður um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi sem fram fer í mars næstkomandi og mun Agnes M. Sigurðardóttir láta af störfum í kjölfarið.
Nokkrir hafa nú þegar gefið kost á sér í embættið, þar á meðal Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, Guðrún Karls, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Nanna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson.
Bjarni sagði að djáknar og prestar ræði nú sín á milli og fái það hlutverk að tefla þremur fram sem fara í biskupskjör. Þann 6. febrúar næstkomandi mun koma í ljós hverjir það verða.