fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Skarpur sunnan hvellur í kortunum á morgun – Varað við tjóni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 18:30

Ekki vera úti í fyrramálið. Verið inni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir mest allt landið vegna storms sem gengur yfir í nótt og fyrri part morgundagsins. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur lýsir lægðinni sem „Stórum sunnan.“

Búið er að gefa út gular viðvaranir fyrir allt landið að suðausturlandi undanskildu. Þær fyrstu taka gildi klukkan 4:00 í nótt og þær síðustu renna út klukkan 15:00. Á höfuðborgarsvæðinu gildir gul viðvörun frá klukkan 4:00 til klukkan 7:30.

„Kröpp lægð kemur upp að suðvestanverðu landinu í nótt og fer til norðurs skammt fyrir vestan land í fyrramálið. Um leið dýpkar hún verulega,“ segir Einar í færslu á samfélagsmiðlum. „Með henni fylgir harður S- og SSA vindstrengur samfara hlýindum. Versta veðrið stendur ekki lengi, víðast aðeins í 3 til 4 klst.“

Mjög hvasst fyrir norðan og austan

Veðurstofan spáir 18 til 25 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu með snörpum vindhviðum. Er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum. Allmikil úrkoma fylgir þessu. Varasamt er að vera á ferð á þessum tíma.

Á Vestfjörðum er búist við talsverðri slyddu eða snjókomu og líklegt að færð spillist, einkum á fjallvegum.

Mesti vindurinn í byggð verður á Austurlandi að Glettingi og Norðausturlandi, það er 20 til 28 metrar á sekúndu og vindhviður allvíða yfir 35. Á Miðhálendinu er búist við 23 til 28 metrum á sekúndu með snörpum hviðum.

„Lægðir eins og þessi eru sérlega varasamar. Ekki bara að þær séu krappar og hraðfara hér nærri, heldur fylgir þeim mikill sunnanstrengur sem fer yfir landið. Þá slær háloftaröstinni sér niður. Við slíkar aðstæður myndast gjarnan miklar bylgjur yfir hálendinu með vindstrengjum og sviptivindum,“ segir Einar. „Síðan sést í svokallað stingröst sunnan við sjálfa lægðarmiðjuna. Hún gæti náð inn á Snæfellsnes og Vestfirði eftir að hið eiginlega óveður með skilunum er farið hjá.“

Tjón gæti hlotist

Einar segir að enginn ætti að vera á ferðinni þennan tiltölulega stutta tíma sem versti hvellurinn gengur yfir. Tjón gæti hlotist.

„Saga síðustu aldar geymir mörg tjónaveður af þessari gerðinni þegar kröpp og hraðfara lægð fer skammt fyrir vestan land. Ekki síst um norðvestanvert landið,“ segir hann að lokum í færslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar