fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Rannsaka dularfullan fugladauða á Íslandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að Óvenju margar ábendingar hafi að undanförnu borist stofnuninni um dauða auðnutittlinga, hvaðanæva af landinu frá fólki sem fóðri smáfugla reglulega. Matvælastofnun muni á næstunni reyna að komast að því hvað veldur þessu.

Um auðnutittlinga segir í tilkynningunni að þeir séu lítill finkufugl og sé staðfuglar á Íslandi. Auðnutittlingur sé frææta og byggi tilveru sína á birkifræi og leiti sér ætis í trjám og öðrum gróðri. Kjörlendi auðnutittlinga sé birkiskógar og kjarr, auk þess ræktað skóglendi og garðar. Þeir séu algengir á fóðurbrettum þar sem fræ séu gefin og sé sólblómafræ eitt besta fóðrið fyrir þá. Þeir séu þó ekki eins háðir fóðrun og margir aðrir smáfuglar og flytji sig oft á milli svæða eftir veðri og fæðisframboði.

Auðnutittlingur

Í tilkynningunni segir enn fremur að ábendingarnar sem hafi borist Matvælastofnun snúi oftast að einstaka eða fáum fuglum sem sýni veikindaeinkenni og drepist að því er virðist á 2-3 dögum. Ekki hafi verið sýnt fram á fjöldadauða auðnutittlinga en sumir sem fóðri smáfugla upplýsi að auðnutittlingar séu hættir að koma á fóðurstöðvar. Skýring á því geti einnig verið að fuglarnir hafi flutt sig á milli svæða, en tilkynningar um veika og dauða fugla séu þó óvanalega margar.

Matvælastofnun muni á næstunni fá hræ af fuglum af mismunandi landsvæðum og senda í sýnatökur og krufningu að Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum til að komast nær því að greina mögulegar ástæður fyrir þessum veikindum og dauða. Jafnframt verði reynt að komast að hvort sömu ástæður liggi að baki í öllum tilvikum. Samkvæmt upplýsingum dýrafræðinga við Háskóla Íslands hafi álíka tilvik komið upp á Íslandi áður á síðustu árum, en þó ekki í slíku umfangi. Ekki hafi áður verið kannað sérstaklega hvað valdi þessum afföllum.

Sérstaklega er tekið fram að mögulegt sé að fugladauðinn kunni að tengjast sýkingum sem geti komið upp við fóðurstöðvar. Matvælastofnun hvetji því fólk sem fóðrar smáfugla til að gæta fyllsta hreinlætis og dreifa fóðri sem mest á fleiri staði. Það minnki einnig streitu hjá fuglunum að hafa fóðurstöðvar dreifðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?