fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Lungnaormur fannst í fyrsta sinn í íslenskum hundi – Geta dvalið í sniglum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 20:00

Ormurinn herjar bæði á hunda og refi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sníkjudýr sem kallast lungnaormur hefur greinst í fyrsta skipti í hundi hér á landi. Helstu einkenni eru krónískur hósti sem getur endað í uppköstum.

Matvælastofnun greinir frá því að lungnaormurinn, crenosoma vulpis á latínu, hafi fundist í hundi sem fluttur var inn frá Svíþjóð fyrir um ári síðan. Um er að ræða sníkjuþráðorm sem heldur til í lungum hýsils síns.

Komst í gegnum einangrun

Ormurinn fannst ekki í hundinum á meðan hundurinn var í einangrun þrátt fyrir að þar hafi verið tekin sýni úr honum. Í sumar fór hundurinn hins vegar að hósta sífellt og svaraði ekki meðhöndlun bólgu eða bakteríusýkinga.

Í þessum mánuði var svo loks tekið svokallað barkaskol úr hundinum á Dýraspítalanum í Garðabæ og sýni send á erlenda rannsóknarstofu. Niðurstaðan sýndi að um einhverja tegund lungnaorms væri að ræða og fyrirskipaði Matvælastofnun þá að hundurinn yrði í heimaeinangrun.

Tekin voru sýni úr saur hundsins, sem og öðrum hundum á sama heimili, og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar var lungnaormurinn greindur. Engin smit fundust í hinum hundunum.

Hósti og uppköst

Oftast nær heldur þessi tegund lungnaorms til í refum og er því títt nefndur lungnaormur refsins. Hann hefur aldrei áður fundist hér á landi. Hvorki í hundum né öðrum dýrum.

Að sögn Matvælastofnunar hófst meðhöndlun samstundis, bæði á hinum sýkta hundi og hinum heimilishundunum til öryggis. Þeim verður haldið í einangrun á heimilinu þangað til lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.

Lungnarormurinn veldur yfirleitt krónískum hósta sem getur endað í uppköstum. Þessi hósti þarf ekki að koma fram í hreyfingu heldur getur komið fram í hvíld einnig. Önnur einkenni sem hundaeigendur mega vera vakandi yfir eru hnerri og nefrennsli.

Sníkjudýrið heldur til í lungnaberkjum hýsilsins og veldur vægum bólgum. Öruggasta greiningin er með saursýni.

Íslenskir sniglar geti verið millihýslar

Ormurinn hefur fundist víða á norðurhveli jarðar, í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku og er landlægur í rauðrefum. Á síðasta ári greindist hann í fyrsta skipti í Afríku.

Eins og mörg önnur sníkjudýr notar lungnaormurinn önnur dýr sem millihýsil, það er ýmsar sniglategundir sem refir og hundar éta eða þá sniglaslím. Matvælastofnun telur mögulegt að íslenskar sniglategundir gætu hentað lungnaorminum sem millihýsill. Lungnaormar smitast ekki beint frá hundi til hunds heldur í gegnum millilhýsil.

Að sögn Matvælastofnunar stafar fólki ekki hætta af lungnaorminum. Eigendur hunda með ógreindan krónískan hósta eru hvattir til að leita til dýralæknis og láta taka saursýni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“