fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Kársnesskóla verður skipt í tvo skóla

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs.

Lagt er til að skólanum verði skipt þannig að í húsnæði við Vallargerði verði 5.-10. bekkur og í nýrri skólabyggingu við Skólagerði verði 1.-4. bekkur auk fjögurra deilda leikskóla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Þar segir að megin ástæða skiptingar skólans sé fjölgun nemenda á Kársnesi. Undanfarin ár hefur nemendafjöldi skólans verið 600-700 og fyrirséð er að enn mun fjölga auk þess sem rekstur leikskólans í nýju húsnæði skólans við Skólagerði mun bætast við. Miðað við núverandi nemendafjölda verða um 430 nemendur í skólanum í Vallargerði en um 360 börn í leik- og grunnskóla í Skólagerði.

„Með því að skipta Kársnesskóla í tvo sjálfstæða skóla verður hægar um vik fyrir skólastjórnendur að hafa góða rekstrarlega og faglega yfirsýn yfir skólastarfið,“ segir Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, í tilkynningu bæjarins.

Í Kópvogi hefur þegar verið farin þessi leið með skiptingu Hörðuvallaskóla í tvo skóla, Hörðuvallaskóla og Kóraskóla, og hefur reynslan af því verið mjög góð, samkvæmt tilkynningunni.

„Stjórnendur Kársnesskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna fyrirhugaðra breytinga.  Á næstu vikum verður auglýst eftir nýjum skólastjórnendum  sem munu leiða  faglegan undirbúning við þróun  samrekins leik- og grunnskóla, sem er nýbreytni í skólastarfi í Kópavogi.  Sú vinna verður unnin í samvinnu við skólasamfélagið allt, nemendur, foreldra og starfsfólk,“ segir í tilkynningu Kópavogsbæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana