Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að ætla að bíða með að taka ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision þar til eftir Söngvakeppnina hefur vakið athygli út fyrir landsteinanna.
Eins og komið hefur fram verða tengsl á milli Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í Eurovision í vor rofin. Mun Söngvakeppnin, undankeppni Eurovision, fara fram eins og venjulega en ákvörðun tekin síðar um það hvort Ísland tekur þátt í Eurovision. Verður það gert í samráði við sigurvegara keppninnar.
Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa stuðningsmenn Ísraels meðal annars tjáð sig. Virðast margir þar vera þeirrar skoðunar að Íslendinga verði ekki saknað sérstaklega ákveði þeir að taka ekki þátt vegna stríðs Ísraelsmanna á Gaza. Minna sumir á árangur Íslands í keppninni hingað til.
„Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur aldrei unnið Eurovision. Ísrael hefur unnið 4 sinnum!!! Bless Ísland,“ segir einn og bætir við að Íslendingar ættu frekar að einbeita sér að því að ná betri árangri í keppninni. Klikkir viðkomandi út með þessum orðum: „You suck!.“
Annar segir að Ísland hafi aldrei sent frá sér almennilegt framlag í keppnina. Bætir hann við að Íslendingar ættu að „grenja úr sér hjartað“ innan um öll eldfjöllin hér á landi.
„Dragið ykkur úr keppni, ekki horfa, hættið að kvarta. Þið eruð ömurleg í Eurovision hvort sem er,“ segir enn annar og rifjar upp að við höfum bara tvisvar náð 2. sætinu í keppninni. „Ég mun allavega ekki sakna ykkar. Ég vel Ísrael fram yfir ykkur alla daga vikunnar.“
„Þetta fólk trúir enn á álfa. Ég veit ekki hvernig einhver tekur þau enn alvarlega,“ segir svo enn annar en brot af umræðunni má sjá hér að neðan.
Iceland is the only Nordic country that has never won Eurovision. Israel won 4 times!!! Bye Iceland 🇮🇸 G-F-Y and direct your attention towards improving your own performances. You suck! https://t.co/8M7nVs3r13
— Dvilnasky 🇺🇸🇮🇱 (@KdDvilnasky) January 23, 2024
Iceland never produced any decent song for the Eurovision so cry your heart out between your volcanoes. #Iceland #Israel #Eurovision2024
— Eli Dror (@edrormba) January 23, 2024
Here’s the deal, Iceland: Withdraw, don’t watch, stop complaining. You suck at #Eurovision anyway. 0 wins (not even in a movie FFS!), only 2 second places at best and a lot of NQ. I for once will not miss you! I choose Israel over you any day of the week. Good riddance!
🇮🇱✌— Stefan 🇸🇪🇺🇦🇮🇱 (@theamityvilleh2) January 23, 2024
These people still believe in elves.
I don’t know how anyone takes them seriously.— Phoebe Bruckheimer 🇮🇱 (@phoebebruck) January 24, 2024
#Iceland threatening to boycott Eurovision over Israel’s participation #FUCKICELAND https://t.co/pgjK8Vpqe3
— Jeffrey Zimmerman (@Zimmlaw175) January 23, 2024
Ha! They think we give a shit? 🤣 Go ahead Iceland!
— Shirley 🧡 שירלי (@shi___mar) January 24, 2024
can Iceland drop from Eurovision already? nobody gives a damn about the stupid will they won’t they game they’re playing
— natalie ✡︎ נָטַלִי (@enochianreid) January 24, 2024
Iceland’s joint-best Eurovision finishes came at Eurovisions held in Jerusalem and Moscow, so I find it a little ironic that even competing in the same contest as Israel nowadays, even if it isn’t there, apparently crosses the line. Competed in Baku, too.
— Joe 🇺🇸 ❤️☮️ 🇮🇱🇵🇸🇺🇦🇦🇲🇭🇰🇹🇼 (@looney_joe) January 23, 2024