fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Veislurnar hans Dags kostuðu 2,2 milljónir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 07:28

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson steig sem kunnugt er úr stóli borgarstjóra í síðustu viku og í hans stað kom Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokks.

Dagur var kvaddur með virktum og voru kaffisamsæti og veisla haldin honum til heiðurs. Morgunblaðið varpar í dag ljósi á kostnað borgarinnar vegna þessa.

Samanlagður kostnaður vegna kaffisamsætis fyrir starfsmenn borgarinnar sem haldin voru á Höfðatorgi og í Ráðhúsinu nam tæpum 1,3 milljónum króna.

Á Höfðatorgi var slegið upp kaffisamsæti fyrir 200 til 300 starfsmenn og kostaði boðið 868 þúsund krónur. Í Ráðhúsinu var heildarkostnaðurinn 420 þúsund krónur en gert var ráð fyrir 80 gestum.

Þá var haldin veisla í Höfða þar sem 94 einstaklingum var boðið og var kostnaður við hana 927 þúsund krónur. Var samanlagður kostnaður við fyrrgreind veisluhöld því rúmar 2,2 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta