fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Íþróttafréttakona leitar að skemmdarvargi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 16:18

Skjáskot: RÚV/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona hjá RÚV, óskar í færslu í Facebook-hópi íbúa vesturbæjar Reykjavíkur eftir upplýsingum um skemmdarverk sem framið var fyrir utan heimili hennar í gærkvöldi.

Í færslunni skrifar Eva að líklega á milli klukkan 20-22 hafi verið keyrt utan í tvo bíla sem stóðu við heimili hennar. Viðkomandi hafi ekið þegar í stað á brott í átt að byggingunni sem áður hýsti Hótel Sögu.

Ekki kemur fram í færslunni hvort Eva á sjálf annan bílinn en hún birtir myndir af öðrum bílnum sem ekið var utan í og þar má sjá að áberandi rispur eru á hurðinni þeim megin sem keyrt var utan í hann og spegillinn þar að auki brotinn.

Eva segir að aðilinn sem keyrði utan í bílana hafi skilið hluta af eigin bíl eftir. Viðkomandi hafi brotið annan spegilinn, sem sé rauður og orðið hafi eftir á staðnum, af sínum eigin bíl en Eva birtir með færslunni mynd af speglinum. Hún segir að spegillinn sé af Toyota, Citroen eða Peugeot bíl miðað við það sem standi inni í honum.

Eva biður þau sem kunna að hafa séð eitthvað sem tengist málinu eða kannast við bíl sem vantar á spegil að hafa samband við sig. Einnig þau sem vita hugsanlega af myndavélum í nágrenninu sem gætu hafa tekið ákeyrsluna upp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú