fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Sigga skyr býður peninga fyrir „stafræna afeitrun“ – Farsímapása í einn mánuð

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 22. janúar 2024 11:30

Sigga skyr býður tíu heppnum að taka þátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siggi´s Dairy, skyrframleiðsla Sigurðar Hilmarssonar í Bandaríkjunum, hefur auglýst keppni í að sleppa farsímanotkun í einn mánuð. Heppnir vinningshafar fá tæpa eina og hálfa milljón krónur.

„Við trúum á kraft þess að lifa einfaldara lífi með færri truflunum. Ein stærsta truflunin í lífi okkar er farsíminn. Þess vegna ögrum við ykkur að hætta að nota farsímann í einn mánuð sem hluta af stafrænni afeitrun Sigga,“ segir í yfirlýsingu á vef skyrframleiðandans.

Tíu heppin fá að taka þátt

Sigurður hóf að selja skyr árið 2006, eftir uppskrift móður sinnar, og árið 2008 var því dreift í Whole Foods Market búðunum um öll Bandaríkin. Fyrirtækið hefur verið eitt af ört stækkandi matvælafyrirtækjum í Bandaríkjunum á undanförnum árum.

Á vefsíðunni stendur að þau sem vilja taka þátt verði að senda inn 100 til 500 orða ritgerð um hvers vegna þau þurfi að afeitra sig stafrænt og hvernig þau telji að þetta muni bæta líf þeirra.

Keppnin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og fólk verður að skila inn umsóknum fyrir 31. janúar næstkomandi. Tíu verða útvaldir og fá 10 þúsund dollara (tæplega 1,5 milljón króna), læstur kassi fyrir farsímann, samlokusími til þess að nota aðeins fyrir símtöl, fyrirframgreitt SIM kort í einn mánuð og Sigga skyr sem endist í þrjá mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur