Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra verða viðstödd fundinn að því er fram kemur í tilkynningu.
Óvíst er hvaða aðgerðir verða kynntar en kallað hefur verið eftir því að yfirvöld borgi Grindvíkinga út og eignir þeirra verði kynntar.
Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík og fyrrverandi þingmaður, segist í samtali við Vísi telja að væntingar Grindvíkinga snúi að því að þeir verði borgaðir út.
„Það er alveg ljóst í mínum huga og margra annarra, sem ég hef heyrt í, að fólk vill bara fá borgað út, á fullu verði eignirnar sínar, til þess að geta hafið annað líf, þannig að þessari martröð fari að ljúka. Því það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað en martröð,“ segir hann við Vísi.