fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Í stríði við Stjörnublikk – Meintur þjófur fær greiddan uppsagnarfrest

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. janúar 2024 14:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blikksmiðjan Stjörnublikk hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum rúmlega 3,8 milljónir króna í vangoldin laun og tæplega 1,3 milljónir króna í málskostnað.

Maðurinn starfaði sem sölustjóri hjá fyrirtækinu en var síðan sakaður um að skara eld að eigin köku og stela frá fyrirtækinu með því að stofna til viðskipta í eigin nafni við viðskiptavin fyrirtækisins. Einnig var hann sakaður um að gefa út falsaðan reikning til eigenda bílstkúra í Reykjavík og afhenda vörur til þeirra án þess að krefjast greiðslu fyrir hönd Stjörnublikks.

Blikksmiðjan taldi sér ekki fært að hafa manninn í vinnu eftir þennan trúnaðarbrest, rak hann og hætti samstundis launagreiðslum til hans. Maðurinn krafðist hins vegar launa á uppsagnarfresti og orlofs. Einnig gerði hann kröfu um miskabætur. Krafa hans í heild var upp á rúmlega 4,8 milljónir króna og fékk hann verulegan hluta af henni dæmdan til sín með dómi Héraðsdóms Reykjaness sem féll þann 16. janúar.

Héraðsdómur taldi Stjörnublikk ekki hafa fært nægar sönnur á það að þeim hafi verið heimilt að rifta ráðningasamningi við manninn fyrirvaralaust. Er það niðurstaða dómsins að riftunin hafi verið ólögmæt. Því beri starfsmanninum að fá laun á uppsagnarfresti og orlof.

Hins vegar telur dómurinn að ekkert bendi til þess að maðurinn hafi hlotið miska af málinu og var því kröfu um miskabætur hafnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin