Tesla komst mjög nálægt því að brjóta einokun Toyota í fjölda nýskráninga bíla á Íslandi á síðasta ári. 3608 Toyota bílar voru nýskráðir en 3575 Tesla bílar. Aðeins munaði því 33 bílum.
Japanski risinn Toyota hefur haft algera yfirburðastöðu á íslenskum bílamarkaði um langt skeið. Á vef Samgönustofu sést að tæplega 52 þúsund Toyota bílar eru skráðir í landinu. Í öðru sæti er Volkswagen með rúmlega 20 þúsund.
Eftir rafbílavæðinguna hefur Tesla sótt mjög á en á enn þá langt í land með að ná heildarfjölda Toyota bíla í landinu. Er framleiðandinn aðeins í sextánda sæti að svo stöddu með 6.783 skráða bíla.
Toyota – 3.608
Tesla – 3.575
Kia – 2.041
Volkswagen – 1.366
Dacia – 1.307
Renault – 1.099
Mercedes-Benz – 1.005
Hyundai – 980
Ford – 797
Volvo – 765
Toyota – 51.960
Volkswagen – 20.530
Ford – 16.787
Kia – 18.634
Hyundai – 16.040
Nissan – 14.132
Mercedes-Benz – 11.804
Suzuki – 11.741
Mitsubishi – 9.455
Skoda – 11.220
Langflestir nýskráðir bílar á Íslandi eru rafmagnsbílar, tæplega 11 þúsund á meðan díselbílar eru vel innan við 6 þúsund og bensínbílar rúmlega 4 þúsund. Blandaðir bílar, með rafmagni og annað hvort dísel eða bensín eru um 5 þúsund.
Bílaeign á Íslandi fer minnkandi með tilliti til fjölda íbúa. Þetta kemur fram í tölum tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, Eurostat.
Nýjustu tölurnar eru frá árinu 2022. Þá voru til 749 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Árið áður var fjöldinn 768.
Engu að síður er þetta langhæsta hlutfalli í Evrópu. Í öðru sæti er Ítalía með 684 bíla á hverja 1000 íbúa.